Fyrrum leikmaður Newcastle sagður ljúga til um aldur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. janúar 2022 08:00 Chancel Mbemba fær ekki nýjan samning hjá Porto þar sem hann er talinn ljúga til um aldur. Serena Taylor/Newcastle United via Getty Images Chancel Mbemba, fyrrum leikmaður Newcastle og núverandi leikmaður Porto, er sagður hafa logið til um aldur. Mbemba hafði farið í aldursgreiningu til að sanna að hann sé fæddur árið 1994, en hefur nú sagt vinum sínum frá því að hann sé fæddur árið 1990. Þetta herma heimildir portúgalska miðilsins Corriero de Manha. Reynist þetta rétt er þessi 27 ára varnarmaður í raun 31 árs. Að þessum sökum ætlar Porto ekki að framlengja samningi Mbemba við félagið, en núgildandi samningur leikmannsins rennur út í sumar. Mbamba gekk í raðir Newcastle árið 2015 og þá leiddi aldursgreining í ljós að leikmaðurinn væri fæddur árið 1994, eins og hann hefur haldið fram síðan. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem aldur varnarmannsins hefur verið dreginn í efa, en rannsókn frá árinu 2013 leiddi í ljós fjóra mismunandi fæðingadaga. Einn þeirra var dagsettur í ágúst 1988, sem myndi þýða að leikmaðurinn væri í raun 33 ára. A report found Chancel Mbemba had FOUR different birthdays recorded 😟He has gone on record to say he was born in 1990. But also claims to have undergone bone tests to prove he was actually born in 1994 🤔Porto aren't happy with any of this and have decided to release him! 😳 pic.twitter.com/6AxLDieh7B— SPORTbible (@sportbible) January 21, 2022 Talið er að Mbemba hafi fyrst logið til um aldur sinn árið 2012 þegar hann gekk til liðs við belgíska liðið Anderlecht frá heimalandi sínu, Kongó. Í rannsókninni sem framkvæmd var árið 2013 sagði knattspyrnusamband Kongó frá því að fæðingarári leikmannsins hafi verið breytt í 1991 svo að varnarmaðurinn gæti tekið þátt á Ólympíuleikunum 2012 þar sem að lið mega nánast eingöngu stilla upp leikmönnum sem eru 23 ára og yngri. Niðurstöður rannsóknarinnar urðu til þess að Mbemba neyddist til að gangast undir líkamleg próf til að sanna aldur sinn. „Ég fór í aldursgreiningu og eins og ég og vinir mínir vitum allir þá sanna niðurstöðurnar hvað ég er gamall,“ sagði Mbemba í samtali við The Mirror árið 2015. „Ég mæti bara og spila fótbolta, ég er ekki að gefa upp neinar rangar upplýsingar. Fólk hefur sagt ýmislegt um fæðingarár mitt og annað í kringum það. Ég sýndi nákvæmlega hver sannleikurinn er.“ Fótbolti Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira
Þetta herma heimildir portúgalska miðilsins Corriero de Manha. Reynist þetta rétt er þessi 27 ára varnarmaður í raun 31 árs. Að þessum sökum ætlar Porto ekki að framlengja samningi Mbemba við félagið, en núgildandi samningur leikmannsins rennur út í sumar. Mbamba gekk í raðir Newcastle árið 2015 og þá leiddi aldursgreining í ljós að leikmaðurinn væri fæddur árið 1994, eins og hann hefur haldið fram síðan. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem aldur varnarmannsins hefur verið dreginn í efa, en rannsókn frá árinu 2013 leiddi í ljós fjóra mismunandi fæðingadaga. Einn þeirra var dagsettur í ágúst 1988, sem myndi þýða að leikmaðurinn væri í raun 33 ára. A report found Chancel Mbemba had FOUR different birthdays recorded 😟He has gone on record to say he was born in 1990. But also claims to have undergone bone tests to prove he was actually born in 1994 🤔Porto aren't happy with any of this and have decided to release him! 😳 pic.twitter.com/6AxLDieh7B— SPORTbible (@sportbible) January 21, 2022 Talið er að Mbemba hafi fyrst logið til um aldur sinn árið 2012 þegar hann gekk til liðs við belgíska liðið Anderlecht frá heimalandi sínu, Kongó. Í rannsókninni sem framkvæmd var árið 2013 sagði knattspyrnusamband Kongó frá því að fæðingarári leikmannsins hafi verið breytt í 1991 svo að varnarmaðurinn gæti tekið þátt á Ólympíuleikunum 2012 þar sem að lið mega nánast eingöngu stilla upp leikmönnum sem eru 23 ára og yngri. Niðurstöður rannsóknarinnar urðu til þess að Mbemba neyddist til að gangast undir líkamleg próf til að sanna aldur sinn. „Ég fór í aldursgreiningu og eins og ég og vinir mínir vitum allir þá sanna niðurstöðurnar hvað ég er gamall,“ sagði Mbemba í samtali við The Mirror árið 2015. „Ég mæti bara og spila fótbolta, ég er ekki að gefa upp neinar rangar upplýsingar. Fólk hefur sagt ýmislegt um fæðingarár mitt og annað í kringum það. Ég sýndi nákvæmlega hver sannleikurinn er.“
Fótbolti Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira