Fótbolti

Íslandsmeistararnir kláruðu Fjölni á lokamínútunum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Kristall Máni Ingason skoraði tvö mörk fyrir Víkinga í kvöld.
Kristall Máni Ingason skoraði tvö mörk fyrir Víkinga í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Íslandsmeistarar Víkings mættu Fjölni á Reykjavíkurmóti karla í fótbolta í kvöld. Víkingar höfðu betur 5-2, en staðan var jöfn þar til að um stundarfjórðungur var til leiksloka.

Helgi Guðjónsson kom Víkingum yfir strax á tíundu mínútu áður en Árni Steinn Sigursteinsson jafnaði metin á 27. mínútu og staðan var því 1-1 í hálfleik.

Kristall Máni Ingason kom Víkingum yfir á ný eftir 50 mínútna leik, en Andri Freyr Jónasson jafnaði metin fyrir Fjölnismenn fimm mínútum síðar.

Kristall Máni Ingason skoraði annað mark sitt og þriðja mark Víkinga á 75. mínútu og kom liðinu yfir í þriðja skiptið í leiknum. Mínútu síðar kom Sigurður Steinar Björnsson inn á sem varamaður, og hann hafði ekki verið á vellinum nema í um tvær mínútur áður en hann skoraði fjórða mark Víkinga.

Fimmta og seinasta mark Víkinga skoraði Birnir Snær Ingason á 84. mínútu, og lokatölur urðu 5-2, Víkingum í vil.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.