Innlent

Brimbretta­kappar lentu í kröppum dansi

Árni Sæberg skrifar
Björgunarbátur Landsbjargar og bátur brimbrettakappanna.
Björgunarbátur Landsbjargar og bátur brimbrettakappanna. Slysavarnafélagið Landsbjörg

Þrír brimbrettakappar komu sér í hann krappan þegar þeir voru á brettum sínum norðaustur af Engey í dag vegna vélarbilunar í gúmmíbát þeirra.

Mennirnir þrír höfðu siglt gúmmíbát út í átt að Engey í Kollafirði og kastað akkeri til þess að eiga góðan dag á brimbrettum. 

Þegar þeir höfðu lokið sér af og stefndu að heimför kom í ljós að bátur þeirra var orðinn vélarvana. 

„Þá gerðu þeir það rétta í stöðunni. Þeir hringdu í 112 og óskuðu eftir hjálp, mennirnir voru vel búnir í þurrgöllum, óslasaðir og héldu kyrru fyrir,“ segir í tilkynningu Landsbjargar.

Þá segir að tveir björgunarbátar hafi verið kallaðir út og verkefnið hafi verið fljótleyst. Ekki síst vegna þess að mennirnir hafi vitað upp á hár hvar þeir voru staðsettir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×