Spyr sóttvarnalækni daglega hvort hægt sé að aflétta Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. janúar 2022 13:01 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segist spyrja sóttvarnalækni daglega hvort hægt sé að fara létta á takmörkunum og telur jákvæð teikn á lofti í faraldrinum. Tæplega 1.500 greindust með veiruna í gær 1.456 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og var rúmur helmingur þeirra í sóttkví. Þar að auki greindust 211 á landamærum. Það fjölgar aðeins á sjúkrahúsi milli daga þar sem nú eru 35 sjúklingar inniliggjandi með Covid-19. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun að unnið væri að því að afla frekari gagna frá spítalanum sem veiti vísbendingar um næstu skref. „Vísindamennirnir okkar núna eru að máta tölur, um meðallegutíma sérstaklega sem er lagskiptur eftir aldri, og nú er svona ný bylgja inni í bylgjunni, það er að segja börn eru að smitast meira og síðan verður þessi rannsókn sem Íslensk erfðagreining er að gera, það er að segja hversu útbreidd smitin eru, það gefur okkur meira öryggi fyrir næstu aðgerðum. Ég horfi til þess að við þurfum að taka neyðarstig almannavarna niður.“ Síðan þurfi að ná starfsemi spítalans af neyðarstigi. „Síðan eru þessar íþyngjandi aðgerðir, bæði sóttvarnaráðstafanir, einangrun og sóttkví. Við erum þessa dagana í samtali við okkar sérfræðinga og sóttvarnalækni að reyna að létta á þessum íþyngjandi aðgerðum. Að ná fólkinu til baka, tvö hundruð manns inn á gólfið aftur á Landspítalanum og nýta þennan viðbótarmannafla. Þá getum við sagt hvort það sé ekki skynsamlegt að aflétta,“ segir Willum. Harðar takmakarnir hafa nú verið í gildi í viku og sífellt fleiri virðast samt smitast. Willum segir óvíst hvaða árangri aðgerðir séu að skila í ómíkron-bylgjunni. „Þannig að ég spyr hann [sóttvarnalækni] á hverjum degi hvort það væri ekki óhætt að fara aflétta þessu. Ég myndi segja að helgin gefi okkur vísbendingar um það hver þróunin verður. Þá er komið þetta sjö daga viðmið sem við horfum til.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Sjá meira
1.456 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og var rúmur helmingur þeirra í sóttkví. Þar að auki greindust 211 á landamærum. Það fjölgar aðeins á sjúkrahúsi milli daga þar sem nú eru 35 sjúklingar inniliggjandi með Covid-19. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun að unnið væri að því að afla frekari gagna frá spítalanum sem veiti vísbendingar um næstu skref. „Vísindamennirnir okkar núna eru að máta tölur, um meðallegutíma sérstaklega sem er lagskiptur eftir aldri, og nú er svona ný bylgja inni í bylgjunni, það er að segja börn eru að smitast meira og síðan verður þessi rannsókn sem Íslensk erfðagreining er að gera, það er að segja hversu útbreidd smitin eru, það gefur okkur meira öryggi fyrir næstu aðgerðum. Ég horfi til þess að við þurfum að taka neyðarstig almannavarna niður.“ Síðan þurfi að ná starfsemi spítalans af neyðarstigi. „Síðan eru þessar íþyngjandi aðgerðir, bæði sóttvarnaráðstafanir, einangrun og sóttkví. Við erum þessa dagana í samtali við okkar sérfræðinga og sóttvarnalækni að reyna að létta á þessum íþyngjandi aðgerðum. Að ná fólkinu til baka, tvö hundruð manns inn á gólfið aftur á Landspítalanum og nýta þennan viðbótarmannafla. Þá getum við sagt hvort það sé ekki skynsamlegt að aflétta,“ segir Willum. Harðar takmakarnir hafa nú verið í gildi í viku og sífellt fleiri virðast samt smitast. Willum segir óvíst hvaða árangri aðgerðir séu að skila í ómíkron-bylgjunni. „Þannig að ég spyr hann [sóttvarnalækni] á hverjum degi hvort það væri ekki óhætt að fara aflétta þessu. Ég myndi segja að helgin gefi okkur vísbendingar um það hver þróunin verður. Þá er komið þetta sjö daga viðmið sem við horfum til.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Sjá meira