„Stundum eina réttlætið að segja opinberlega frá kynferðisofbeldinu“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. janúar 2022 13:30 Steinunn Gyðu-og Guðjónsdóttir segir að þegar réttarkerfið bregðist sé oft eina leið þolenda að greina opinberlega frá kynferðisbrotum líkt og Dagrún Jónsdóttir gerði í Íslandi í dag í gær. vísir/vilhelm Talskona Stígamóta segir sláandi að sjá umfjöllun um konu sem kærði tvo menn fyrir nauðgun árið 1987. Allt kerfið hafi greinilega algjörlega brugðist á þessum tíma. Það sorglega sé hins vegar að kerfið taki ennþá illa á svona málum og flest séu felld niður. Dagrún Jónsdóttir kærði tvo bændur fyrir grófar nauðganir gagnvart sér þegar hún var 14 og 15 ára árið 1987. Ríkissaksóknari vísaði málinu þá frá á grundvelli þess að rannsóknin dygði ekki til sakfellingar. Eftirlitsnefnd úrskurðaði svo málið fyrnt í desember á síðasta ári. Þannig að ekki væri ástæða til að aðhafast frekar. Leitaði 14 ára barnið á þig? Fram kom í umfjöllun um málið í Íslandi í dag í gær að öll rannsókn málsins hafi verið verulega áfátt og hafi orðið til þess að réttlætið náði aldrei fram að ganga. Til að mynda var annar þeirra kærðu sem þá var ríflega fimmtugur spurður af lögreglu hvort Dagrún 14 ára hefði einhvern tíma leitað á hann. Steinunn Gyðu-og Guðjónsdóttir segir enn þá allt of algengt að kerfið bregðist þolendum. „Kerfið okkar tók illa utan um kynferðisbrot árið 1987 og því miður tekur það enn illa á svona brotum. Meirihluti svona mála er felldur niður og komast aldrei inn í dómsal. Það sem hafi þó breyst frá árið 1987 sé að barnaníð fyrnist ekki að lögum í dag. „Í dag fyrnast ekki brot gegn börnum en reglurnar voru þannig á þessum tíma þ.e. barnaníð fyrntist líklega eftir 13 ára aldur þarna en í dag gilda reglurnar til 18 ára aldurs,“ segir Steinunn. Steinunn segir að oft sé eina leið þolenda að skila skömminni og glæpnum með opinberri umfjöllun. „Það er mjög stórt skref og stíga fram og skila skömminni og segja frá því sem gerðist og stundum eina réttlætið að segja opinberlega frá kynferðisofbeldinu,“ segir hún. Mikill sársauki að fara með mál gegnum kerfið Hún segir að jafnvel þó gerendur séu sakfelldir standi þolendur oft eftir með mikinn sársauka vegna meðferðar slíkra mála í réttarkerfinu. „Okkur finnst algengt að þær konur sem gera tilraun til að leita réttar síns í réttarkerfinu upplifi ekki mikið réttlæti í því ferli. Jafnvel konur sem hafa fengið geranda sakfelldan í héraðsdómi og Landsrétti. Bara vegna þess hvernig meðferðin er gegnum kerfið,“ segir Steinunn. Hún segir kynferðisbrot venjulega skilja eftir gríðarlegs sár. Til að mynda hafi um fjórðungur þeirra sem hafa leitað til Stígamóta vegna slíkra brota einhvern tíma reynt að svipta sig lífi. Það sé þó aldrei of seint að leita sér hjálpar til að styrkja sig og byggja upp. „Það er alltaf hægt að leita sér hjálpar og tilgangurinn er að bæta lífsgæði sín en þau verða kannski ekki þau sömu og þau voru áður því kynferðisbrot hafa venjulega svo gríðarleg áhrif á þolendur,“ segir Steinunn. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Lögreglan MeToo Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Dagrún Jónsdóttir kærði tvo bændur fyrir grófar nauðganir gagnvart sér þegar hún var 14 og 15 ára árið 1987. Ríkissaksóknari vísaði málinu þá frá á grundvelli þess að rannsóknin dygði ekki til sakfellingar. Eftirlitsnefnd úrskurðaði svo málið fyrnt í desember á síðasta ári. Þannig að ekki væri ástæða til að aðhafast frekar. Leitaði 14 ára barnið á þig? Fram kom í umfjöllun um málið í Íslandi í dag í gær að öll rannsókn málsins hafi verið verulega áfátt og hafi orðið til þess að réttlætið náði aldrei fram að ganga. Til að mynda var annar þeirra kærðu sem þá var ríflega fimmtugur spurður af lögreglu hvort Dagrún 14 ára hefði einhvern tíma leitað á hann. Steinunn Gyðu-og Guðjónsdóttir segir enn þá allt of algengt að kerfið bregðist þolendum. „Kerfið okkar tók illa utan um kynferðisbrot árið 1987 og því miður tekur það enn illa á svona brotum. Meirihluti svona mála er felldur niður og komast aldrei inn í dómsal. Það sem hafi þó breyst frá árið 1987 sé að barnaníð fyrnist ekki að lögum í dag. „Í dag fyrnast ekki brot gegn börnum en reglurnar voru þannig á þessum tíma þ.e. barnaníð fyrntist líklega eftir 13 ára aldur þarna en í dag gilda reglurnar til 18 ára aldurs,“ segir Steinunn. Steinunn segir að oft sé eina leið þolenda að skila skömminni og glæpnum með opinberri umfjöllun. „Það er mjög stórt skref og stíga fram og skila skömminni og segja frá því sem gerðist og stundum eina réttlætið að segja opinberlega frá kynferðisofbeldinu,“ segir hún. Mikill sársauki að fara með mál gegnum kerfið Hún segir að jafnvel þó gerendur séu sakfelldir standi þolendur oft eftir með mikinn sársauka vegna meðferðar slíkra mála í réttarkerfinu. „Okkur finnst algengt að þær konur sem gera tilraun til að leita réttar síns í réttarkerfinu upplifi ekki mikið réttlæti í því ferli. Jafnvel konur sem hafa fengið geranda sakfelldan í héraðsdómi og Landsrétti. Bara vegna þess hvernig meðferðin er gegnum kerfið,“ segir Steinunn. Hún segir kynferðisbrot venjulega skilja eftir gríðarlegs sár. Til að mynda hafi um fjórðungur þeirra sem hafa leitað til Stígamóta vegna slíkra brota einhvern tíma reynt að svipta sig lífi. Það sé þó aldrei of seint að leita sér hjálpar til að styrkja sig og byggja upp. „Það er alltaf hægt að leita sér hjálpar og tilgangurinn er að bæta lífsgæði sín en þau verða kannski ekki þau sömu og þau voru áður því kynferðisbrot hafa venjulega svo gríðarleg áhrif á þolendur,“ segir Steinunn.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Lögreglan MeToo Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira