„Stundum eina réttlætið að segja opinberlega frá kynferðisofbeldinu“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. janúar 2022 13:30 Steinunn Gyðu-og Guðjónsdóttir segir að þegar réttarkerfið bregðist sé oft eina leið þolenda að greina opinberlega frá kynferðisbrotum líkt og Dagrún Jónsdóttir gerði í Íslandi í dag í gær. vísir/vilhelm Talskona Stígamóta segir sláandi að sjá umfjöllun um konu sem kærði tvo menn fyrir nauðgun árið 1987. Allt kerfið hafi greinilega algjörlega brugðist á þessum tíma. Það sorglega sé hins vegar að kerfið taki ennþá illa á svona málum og flest séu felld niður. Dagrún Jónsdóttir kærði tvo bændur fyrir grófar nauðganir gagnvart sér þegar hún var 14 og 15 ára árið 1987. Ríkissaksóknari vísaði málinu þá frá á grundvelli þess að rannsóknin dygði ekki til sakfellingar. Eftirlitsnefnd úrskurðaði svo málið fyrnt í desember á síðasta ári. Þannig að ekki væri ástæða til að aðhafast frekar. Leitaði 14 ára barnið á þig? Fram kom í umfjöllun um málið í Íslandi í dag í gær að öll rannsókn málsins hafi verið verulega áfátt og hafi orðið til þess að réttlætið náði aldrei fram að ganga. Til að mynda var annar þeirra kærðu sem þá var ríflega fimmtugur spurður af lögreglu hvort Dagrún 14 ára hefði einhvern tíma leitað á hann. Steinunn Gyðu-og Guðjónsdóttir segir enn þá allt of algengt að kerfið bregðist þolendum. „Kerfið okkar tók illa utan um kynferðisbrot árið 1987 og því miður tekur það enn illa á svona brotum. Meirihluti svona mála er felldur niður og komast aldrei inn í dómsal. Það sem hafi þó breyst frá árið 1987 sé að barnaníð fyrnist ekki að lögum í dag. „Í dag fyrnast ekki brot gegn börnum en reglurnar voru þannig á þessum tíma þ.e. barnaníð fyrntist líklega eftir 13 ára aldur þarna en í dag gilda reglurnar til 18 ára aldurs,“ segir Steinunn. Steinunn segir að oft sé eina leið þolenda að skila skömminni og glæpnum með opinberri umfjöllun. „Það er mjög stórt skref og stíga fram og skila skömminni og segja frá því sem gerðist og stundum eina réttlætið að segja opinberlega frá kynferðisofbeldinu,“ segir hún. Mikill sársauki að fara með mál gegnum kerfið Hún segir að jafnvel þó gerendur séu sakfelldir standi þolendur oft eftir með mikinn sársauka vegna meðferðar slíkra mála í réttarkerfinu. „Okkur finnst algengt að þær konur sem gera tilraun til að leita réttar síns í réttarkerfinu upplifi ekki mikið réttlæti í því ferli. Jafnvel konur sem hafa fengið geranda sakfelldan í héraðsdómi og Landsrétti. Bara vegna þess hvernig meðferðin er gegnum kerfið,“ segir Steinunn. Hún segir kynferðisbrot venjulega skilja eftir gríðarlegs sár. Til að mynda hafi um fjórðungur þeirra sem hafa leitað til Stígamóta vegna slíkra brota einhvern tíma reynt að svipta sig lífi. Það sé þó aldrei of seint að leita sér hjálpar til að styrkja sig og byggja upp. „Það er alltaf hægt að leita sér hjálpar og tilgangurinn er að bæta lífsgæði sín en þau verða kannski ekki þau sömu og þau voru áður því kynferðisbrot hafa venjulega svo gríðarleg áhrif á þolendur,“ segir Steinunn. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Lögreglan MeToo Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira
Dagrún Jónsdóttir kærði tvo bændur fyrir grófar nauðganir gagnvart sér þegar hún var 14 og 15 ára árið 1987. Ríkissaksóknari vísaði málinu þá frá á grundvelli þess að rannsóknin dygði ekki til sakfellingar. Eftirlitsnefnd úrskurðaði svo málið fyrnt í desember á síðasta ári. Þannig að ekki væri ástæða til að aðhafast frekar. Leitaði 14 ára barnið á þig? Fram kom í umfjöllun um málið í Íslandi í dag í gær að öll rannsókn málsins hafi verið verulega áfátt og hafi orðið til þess að réttlætið náði aldrei fram að ganga. Til að mynda var annar þeirra kærðu sem þá var ríflega fimmtugur spurður af lögreglu hvort Dagrún 14 ára hefði einhvern tíma leitað á hann. Steinunn Gyðu-og Guðjónsdóttir segir enn þá allt of algengt að kerfið bregðist þolendum. „Kerfið okkar tók illa utan um kynferðisbrot árið 1987 og því miður tekur það enn illa á svona brotum. Meirihluti svona mála er felldur niður og komast aldrei inn í dómsal. Það sem hafi þó breyst frá árið 1987 sé að barnaníð fyrnist ekki að lögum í dag. „Í dag fyrnast ekki brot gegn börnum en reglurnar voru þannig á þessum tíma þ.e. barnaníð fyrntist líklega eftir 13 ára aldur þarna en í dag gilda reglurnar til 18 ára aldurs,“ segir Steinunn. Steinunn segir að oft sé eina leið þolenda að skila skömminni og glæpnum með opinberri umfjöllun. „Það er mjög stórt skref og stíga fram og skila skömminni og segja frá því sem gerðist og stundum eina réttlætið að segja opinberlega frá kynferðisofbeldinu,“ segir hún. Mikill sársauki að fara með mál gegnum kerfið Hún segir að jafnvel þó gerendur séu sakfelldir standi þolendur oft eftir með mikinn sársauka vegna meðferðar slíkra mála í réttarkerfinu. „Okkur finnst algengt að þær konur sem gera tilraun til að leita réttar síns í réttarkerfinu upplifi ekki mikið réttlæti í því ferli. Jafnvel konur sem hafa fengið geranda sakfelldan í héraðsdómi og Landsrétti. Bara vegna þess hvernig meðferðin er gegnum kerfið,“ segir Steinunn. Hún segir kynferðisbrot venjulega skilja eftir gríðarlegs sár. Til að mynda hafi um fjórðungur þeirra sem hafa leitað til Stígamóta vegna slíkra brota einhvern tíma reynt að svipta sig lífi. Það sé þó aldrei of seint að leita sér hjálpar til að styrkja sig og byggja upp. „Það er alltaf hægt að leita sér hjálpar og tilgangurinn er að bæta lífsgæði sín en þau verða kannski ekki þau sömu og þau voru áður því kynferðisbrot hafa venjulega svo gríðarleg áhrif á þolendur,“ segir Steinunn.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Lögreglan MeToo Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira