Vestfirðingar geti alls ekki beðið lengur Eiður Þór Árnason skrifar 20. janúar 2022 22:17 Helga Vala Helgadóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, og Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins. Samsett Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, ítrekaði á Alþingi í dag kröfur sveitastjórnarfólks á Vestfjörðum um að ráðist yrði sem fyrst í gerð jarðganga milli Súðavíkur og Ísafjarðar. Hann vísaði til tíðra snjóflóða á svæðinu, sem sáust síðast um nýliðna helgi. „Ég spyr því hæstvirtan ráðherra verða jarðgöng í Súðavíkurhlíð hluti af næstu samgönguáætlun hans. Sem og jarðgöng annars staðar þar sem stórhættulegir vegakaflar eru á Íslandi og fólk er í lífshættu að fara úr og í vinnu,“ spurði Guðmundur Ingi. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra sagði vegabótum hafa verið forgangsraðað eftir áhættusvæðum og þeir staðir væru margir á Íslandi. Til að mynda hafi verið ráðist í tvöföldun á Suðurlands- og Vesturlandsvegi vegna þess að þar væru líkur á banaslysum miklar. „Og það er ástæðan fyrir þeirri forgangsröðun sem er í núgildandi samgönguáætlun. Við höfum hins vegar sett af stað jarðgangnaáætlun sem Vegagerðin hefur verið að vinna að. Þar á meðal eru að sjálfsögðu jarðgöng við Súðavík. Það eru fleiri jarðgöng sem er verið að horfa í þar. Þessi vinna verður eðlilega hluti af næstu samgönguáætlun,“ sagði Sigurður Ingi. Stefnt væri að því að unnið væri að gerð að minnsta kosti einnra jarðgangna hverju sinni og jafnvel fleiri. Vilja hefja undirbúning strax Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að gögnin verði sett í núgildandi samgönguáætlun sem gildir til ársins 2034. Helga Vala Helgadóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir mikilvægt að hefja undirbúning að gangagerðinni strax. „Það kom fram í svari innviðaráðherra að það væru bara ein göng í einu á dagskrá en það er pólitísk ákvörðun. Náttúruhamfarir eru eitthvað sem gerast, snjóflóð, grjóthrun og við þurfum að bregðast við því,“ sagði Helga Vala í kvöldfréttum Stöðvar 2. Vestfirðingar geti alls ekki beðið lengur eftir umræddum göngum og nú þurfi stjórnvöld að bretta upp ermar og ganga í verkið. Helga Vala trúir því að almennur stuðningur sé við þetta í þinginu og það sé öllum ljóst hversu slæmar afleiðingar það hefur þegar þjóðvegurinn lokast. Samgöngur Ísafjarðarbær Alþingi Samfylkingin Flokkur fólksins Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Súðavíkurgöng verða í næstu samgönguáætlun Innviðaráðherra segir stefnt að þvi að jarðgöng milli Súðavíkur og Ísafjarðar verði í næstu samgönguáætlun stjórnvalda. Úrbótum í vegakerfinu hafi verið raðað eftir áhættusvæðum og þau svæði væru mörg á Íslandi. 20. janúar 2022 13:52 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Sjá meira
„Ég spyr því hæstvirtan ráðherra verða jarðgöng í Súðavíkurhlíð hluti af næstu samgönguáætlun hans. Sem og jarðgöng annars staðar þar sem stórhættulegir vegakaflar eru á Íslandi og fólk er í lífshættu að fara úr og í vinnu,“ spurði Guðmundur Ingi. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra sagði vegabótum hafa verið forgangsraðað eftir áhættusvæðum og þeir staðir væru margir á Íslandi. Til að mynda hafi verið ráðist í tvöföldun á Suðurlands- og Vesturlandsvegi vegna þess að þar væru líkur á banaslysum miklar. „Og það er ástæðan fyrir þeirri forgangsröðun sem er í núgildandi samgönguáætlun. Við höfum hins vegar sett af stað jarðgangnaáætlun sem Vegagerðin hefur verið að vinna að. Þar á meðal eru að sjálfsögðu jarðgöng við Súðavík. Það eru fleiri jarðgöng sem er verið að horfa í þar. Þessi vinna verður eðlilega hluti af næstu samgönguáætlun,“ sagði Sigurður Ingi. Stefnt væri að því að unnið væri að gerð að minnsta kosti einnra jarðgangna hverju sinni og jafnvel fleiri. Vilja hefja undirbúning strax Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að gögnin verði sett í núgildandi samgönguáætlun sem gildir til ársins 2034. Helga Vala Helgadóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir mikilvægt að hefja undirbúning að gangagerðinni strax. „Það kom fram í svari innviðaráðherra að það væru bara ein göng í einu á dagskrá en það er pólitísk ákvörðun. Náttúruhamfarir eru eitthvað sem gerast, snjóflóð, grjóthrun og við þurfum að bregðast við því,“ sagði Helga Vala í kvöldfréttum Stöðvar 2. Vestfirðingar geti alls ekki beðið lengur eftir umræddum göngum og nú þurfi stjórnvöld að bretta upp ermar og ganga í verkið. Helga Vala trúir því að almennur stuðningur sé við þetta í þinginu og það sé öllum ljóst hversu slæmar afleiðingar það hefur þegar þjóðvegurinn lokast.
Samgöngur Ísafjarðarbær Alþingi Samfylkingin Flokkur fólksins Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Súðavíkurgöng verða í næstu samgönguáætlun Innviðaráðherra segir stefnt að þvi að jarðgöng milli Súðavíkur og Ísafjarðar verði í næstu samgönguáætlun stjórnvalda. Úrbótum í vegakerfinu hafi verið raðað eftir áhættusvæðum og þau svæði væru mörg á Íslandi. 20. janúar 2022 13:52 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Sjá meira
Súðavíkurgöng verða í næstu samgönguáætlun Innviðaráðherra segir stefnt að þvi að jarðgöng milli Súðavíkur og Ísafjarðar verði í næstu samgönguáætlun stjórnvalda. Úrbótum í vegakerfinu hafi verið raðað eftir áhættusvæðum og þau svæði væru mörg á Íslandi. 20. janúar 2022 13:52