Sakaður um aðgerðaleysi vegna kynferðisbrota presta Samúel Karl Ólason skrifar 20. janúar 2022 15:31 Benedikt páfi, sem áður hét Joseph Ratzinger. AP/Sven Hoppe Benedikt páfi er sakaður um að hafa sýnt af sér aðgerðaleysi í tengslum við misnotkun á fjögurra barna í biskupsdæmi hans í München op Freising frá 1977 til 1982. Þetta er meðal niðurstaðna í rannsókn þýsks lögmannafyrirtækis sem kirkjan réði til að rannsaka ásakanir um kynferðisbrot innan kirkjunnar frá 1956 til 2019. Í skýrslunni segir að innan kirkjunnar hafi verið brotið á minnst 497 fórnarlömbum og þar af mestu á drengjum. Höfundum skýrslunnar þykir líklegt að brotið hafi verið á fleiri börnum en það hafi ekki verið tilkynnt. Í fjórum tilvikum sem snúa að Benedikt á hann að hafa sýnt fórnarlömbum engan áhuga og ekkert gert vegna misnotkunar áðurnefndra barna. Höfundar skýrslunnar segja Benedikt, sem er nú 94 ára gamall, neita allri sök og neita að hafa vitað af misnotkuninni. Martin Pusch, einn lögmannanna sem gerði skýrsluna, segir að miðað við þau gögn sem liggi fyrir sé erfitt að trúa því að Benedikt hafi ekki vitað af þessum málum, samkvæmt frétt Reuters. Í einu af þessum tilvikum á Benedikt, sem þá hét Joseph Ratzinger, að hafa vitað af því að prestur sem hafði verið færður í starfi og til biskupsdæmis Benedikts hafi verið sakaður um að brjóta á drengjum. Hann leyfði prestinum þó að halda starfi sínu. Samkvæmt annarri skýrslu sem birt var árið 2018 urðu minnst 3.677 börn fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu kaþólskra presta í Þýskalandi frá 1946 til 2014. Benedikt varð árið 2013 fyrstu páfa í meira en sex hundruð ár til að stíga úr embætti og vísaði hann þá til þreytu. Hann hefur búið í Vatíkaninu síðan þá. Í yfirlýsingu frá Páfagarði segir að farið verði náið yfir skýrsluna. Í kjölfar þess muni forsvarsmenn Vatíkansins tjá sig. AP fréttaveitan segir Benedikt eiga stóran þátt í því að kaþólska kirkjan hafi byrjað að horfast í augu við það að margir prestar væru að brjóta á börnum og það að þeim væri ekki refsað, heldur væru biskupar að flytja þá þess í stað milli sókna. Þegar hann tók við stofnun Vatíkansins sem kallast Congregation for the Doctrine of the Faith, tók hann það að sér að rannsaka ásakanir gegn prestum. Páfagarður Þýskaland Trúmál Kynferðisofbeldi Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Þetta er meðal niðurstaðna í rannsókn þýsks lögmannafyrirtækis sem kirkjan réði til að rannsaka ásakanir um kynferðisbrot innan kirkjunnar frá 1956 til 2019. Í skýrslunni segir að innan kirkjunnar hafi verið brotið á minnst 497 fórnarlömbum og þar af mestu á drengjum. Höfundum skýrslunnar þykir líklegt að brotið hafi verið á fleiri börnum en það hafi ekki verið tilkynnt. Í fjórum tilvikum sem snúa að Benedikt á hann að hafa sýnt fórnarlömbum engan áhuga og ekkert gert vegna misnotkunar áðurnefndra barna. Höfundar skýrslunnar segja Benedikt, sem er nú 94 ára gamall, neita allri sök og neita að hafa vitað af misnotkuninni. Martin Pusch, einn lögmannanna sem gerði skýrsluna, segir að miðað við þau gögn sem liggi fyrir sé erfitt að trúa því að Benedikt hafi ekki vitað af þessum málum, samkvæmt frétt Reuters. Í einu af þessum tilvikum á Benedikt, sem þá hét Joseph Ratzinger, að hafa vitað af því að prestur sem hafði verið færður í starfi og til biskupsdæmis Benedikts hafi verið sakaður um að brjóta á drengjum. Hann leyfði prestinum þó að halda starfi sínu. Samkvæmt annarri skýrslu sem birt var árið 2018 urðu minnst 3.677 börn fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu kaþólskra presta í Þýskalandi frá 1946 til 2014. Benedikt varð árið 2013 fyrstu páfa í meira en sex hundruð ár til að stíga úr embætti og vísaði hann þá til þreytu. Hann hefur búið í Vatíkaninu síðan þá. Í yfirlýsingu frá Páfagarði segir að farið verði náið yfir skýrsluna. Í kjölfar þess muni forsvarsmenn Vatíkansins tjá sig. AP fréttaveitan segir Benedikt eiga stóran þátt í því að kaþólska kirkjan hafi byrjað að horfast í augu við það að margir prestar væru að brjóta á börnum og það að þeim væri ekki refsað, heldur væru biskupar að flytja þá þess í stað milli sókna. Þegar hann tók við stofnun Vatíkansins sem kallast Congregation for the Doctrine of the Faith, tók hann það að sér að rannsaka ásakanir gegn prestum.
Páfagarður Þýskaland Trúmál Kynferðisofbeldi Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira