Erlent

Maxwell óskar eftir nýjum réttarhöldum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Ghislaine Maxwell hefur óskað eftir því að mál hennar verði dómtekið að nýju eftir að kviðdómandi viðurkenndi að hafa nýtt reynslu sína af kynferðisofbeldi til að hafa áhrif á niðurstöður annarra kviðdómenda. 
Ghislaine Maxwell hefur óskað eftir því að mál hennar verði dómtekið að nýju eftir að kviðdómandi viðurkenndi að hafa nýtt reynslu sína af kynferðisofbeldi til að hafa áhrif á niðurstöður annarra kviðdómenda.  AP/Elizabeth Williams

Breska athafnakonan Ghislaine Maxwell hefur óskað eftir því að réttað verði í máli hennar að nýju. Hún var í lok desember sakfelld fyrir mansal á börnum og að hafa útvegað bandaríska auðkýfingnum Jeffrey Epstein ungar stúlkur sem hann misnotaði kynferðislega. 

Maxwell á yfir höfði sér allt að 65 ár í fangelsi en hún hefur nú óskað eftir því að mál hennar verði tekið fyrir af dómstólum að nýju. Hún óskaði eftir þessu eftir að kviðdómandi sagði í samtali við fréttamenn að hann hafi nýtt eigin upplifun af kynferðisofbeldi til að hafa áhrif á ákvarðanatöku annarra kviðdómenda. 

Lögmaður Maxwell skilaði í gær inn beiðni þar sem óskað var eftir því að Maxwell yrði ekki haldið í gæsluvarðhaldi þar til dómurinn tekur afstöðu til lögmætis „kviðdómanda númer 50,“ sem var hvergi nefndur á nafn. 

Maxwell var sakfelld fyrir fimm af sex ákæruliðum, þar á meðal fyrir þann alvarlegasta - mansal á börnum. Það fellur í skaut Alison Nathan, héraðsdómara, að ákveða refsinguna en hún hefur enn ekki ákveðið dagsetningu dómsuppkvaðningunnar. 

Nathan bíður nú eftir að óháður rannsakandi skili inn til hennar skýrslu, sem tekur mið af bakgrunni Maxwell. Fjölskyldusögu hennar, menntun og starfssögu til þess að ákvarða hvort einhverjir þessara þátta ættu að hafa áhrif á þyngd dómsins. 


Tengdar fréttir

Enn engin niðurstaða í máli Maxwell

Kviðdómendur í máli Ghislaine Maxwell, aðstoðarkona barnaníðingsins og auðjöfursins heitna, Jeffreys Epstein, hafa ekki komist að niðurstöðu eftir þriggja daga umræðu en sá fjórði hefst í dag.

Maxwell neitaði að bera vitni

Ghislaine Maxwell, aðstoðarkona barnaníðingsins og auðjöfursins heitna, Jeffreys Epstein, vildi ekki bera vitni í dómsal í dag. Verjendur hennar luku vörnum sínum í dag en undanfarna daga hefur hann að mestu snúist um að grafa undan vitnisburði þeirra fjögurra kvenna sem hafa borið vitni gegn Maxwell.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.