Erlent

Fyrsta flug­vélin með hjálpar­gögnum komin til Tonga

Atli Ísleifsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa
Hercules-vél nýsjálenska hersins flaug frá Auckland til Tonga fyrr í dag.
Hercules-vél nýsjálenska hersins flaug frá Auckland til Tonga fyrr í dag. Her Nýja-Sjálands

Fyrsta flutningavélin með hjálpargögn er nú lent á flugvellinum á Tonga. Vélin er með drykkjarvatn og fleiri nauðsynjar en þessi afskekkti eyjaklasi varð illa útí í eldgosi sem hófst um síðustu helgi.

Stór flóðbylgja skall á eyjunum og þykkt öskulag liggur nú þar yfir. Vélin er á vegum nýsjálenska hersins og tókst henni að lenda eftir að eyjaskeggjar höfðu rutt flugbrautina sem var hulin öskulagi. Fleiri vélar eru á leiðinni og nokkur herskip einnig, frá Nýja Sjálandi og Ástralíu.

BBC segir frá því að askan og sjórinn sem hafi gengið yfir eyjarnar hafi mengað nær allt drykkjarvatn á svæðinu og því ríði á að koma nauðsynjum til íbúanna.

Vitað er að þrír hið minnsta hafi farist þegar flóðbylgjan skall á og þá eru fjarskipti í skötulíki eftir að bilun varð á sæstreng í hamförunum. Nokkrar vikur gæti tengið að koma sambandi á á nýjan leik.


Tengdar fréttir

Eins og fimm hundr­uð kjarn­ork­usprengj­ur hafi sprung­ið í einu

Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) áætla að kraftur sprengigossins á Tonga hafi við til samræmis við að sprengja tíu megatonn af dínamíti. Það þýðir að sprengingin var álík því að sprengja fimm hundruð kjarnorkusprengjur eins og þeirri sem varpað var á Hiroshima við endalok seinni heimsstyrjaldarinnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×