Innlent

Hinn ís­lenski þriðji vinningur gekk út

Eiður Þór Árnason skrifar
Vinningstölur kvöldsins voru 3, 16, 29, 31, 40 og 43. Víkingatalan var 5. 
Vinningstölur kvöldsins voru 3, 16, 29, 31, 40 og 43. Víkingatalan var 5.  Vísir/Vilhelm

Einn heppinn miðaeigandi vann 6.098.140 krónur í Vikingalottó í kvöld þegar hann var með fimm af sex tölum réttar og hlaut hinn íslenska þriðja vinning. Miðinn var keyptur í Lottó-appinu.

Hvorki fyrsti né annar vinningur Víkingalottós gekk út þessa vikuna. Einn áskrifandi var með allar fimm tölurnar í réttri röð í Jókernum og hlýtur tvær milljónir króna í vinning. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenskri getspá.

Sjö voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jókernum og hlýtur hver þeirra 100 þúsund krónur í vinning. Tveir voru í áskrift, einn keypti í appinu og fjórir á Lotto.is.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.