Urðu að reyna að hlífa kennurum við álaginu sem fylgdi tvöfaldri kennslu Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. janúar 2022 11:56 Guðjón Hreinn Hauksson, formaður Félags framhaldsskólakennara. Framboð á fjarkennslu í framhaldsskólum hefur minnkað eftir að Félag framhaldsskólakennara lagðist gegn því að kennarar þyrftu að halda henni úti, sökum álags. Formaður félagsins segist skilja áhyggjur af því að þetta geti hamlað aðgengi nemenda að námi en kennarar verði einnig að geta stundað góða kennsluhætti. Salvör Norðdal umboðsmaður barna viðraði áhyggjur af því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að börn kunni að dragast aftur úr í námi, þurfi þau ítrekað að sæta sóttkví eða einangrun. Mikilvægt væri að öll börn sætu við sama borð. Guðjón Hreinn Hauksson formaður Félags framhaldsskólakennara segir að í fyrrahaust, þegar útlit var fyrir enn eitt skólaárið markað af heimsfaraldri, hafi félagið ákveðið að leggjast gegn því að kennurum yrði gert að streyma kennslustundum. „Þetta var einum þræði gert til þess að reyna að hlífa kennurum við þessu álagi sem er búið að dynja á þeim við að kenna í rauninni með tvöföldum hætti.“ Öðrum þræði hafi málið snúist um góða kennsluhætti. „Menn þurfa að átta sig á því að það er ekki hver sem er sem gerir góða kennslustund úr þessum aðstæðum. Menn þurfa að vera syndir sem selir í tækniheiminum og í því að hreyfa sig um og þjóna þeim sem eru á staðnum og utan frá, sem eru kannski heima í herbergi og jafnvel uppi í rúmi að fylgjast með.“ Tækifæri til að hvetja nemendur í þriðju sprautu Framhaldsskólanemar sem aðeins hafa fengið tvær bólusetningar eru ekki undanþegnir hefðbundinni sóttkví og dæmi eru um að þeir geti því ekki sótt nám eins og félagar þeirra sem hafa fengið þrjár sprautur, þegar streymi frá tímum er ekki í boði. Inntur eftir því hvort félagið hafi áhyggjur af því að það að takmarka aðgengi að fjarkennslu hafi áhrif á jafnan rétt barna til náms segir Guðjón það gríðarlega mikilvægt að nemendur geti sinnt námi sínu - eins og það sé lagt upp af kennurum. „Ef kennari leggur upp sína kennslu sem staðkennslu þá er mætingin auðvitað gríðarlega mikilvæg. Þetta er líka tækifæri til að benda nemendum og öllum á að drífa sig í þessa þriðju bólusetningu og bólusetja sig að fullu, til þess að vera sem best varinn og geta sinnt þessu.“ Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Salvör Norðdal umboðsmaður barna viðraði áhyggjur af því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að börn kunni að dragast aftur úr í námi, þurfi þau ítrekað að sæta sóttkví eða einangrun. Mikilvægt væri að öll börn sætu við sama borð. Guðjón Hreinn Hauksson formaður Félags framhaldsskólakennara segir að í fyrrahaust, þegar útlit var fyrir enn eitt skólaárið markað af heimsfaraldri, hafi félagið ákveðið að leggjast gegn því að kennurum yrði gert að streyma kennslustundum. „Þetta var einum þræði gert til þess að reyna að hlífa kennurum við þessu álagi sem er búið að dynja á þeim við að kenna í rauninni með tvöföldum hætti.“ Öðrum þræði hafi málið snúist um góða kennsluhætti. „Menn þurfa að átta sig á því að það er ekki hver sem er sem gerir góða kennslustund úr þessum aðstæðum. Menn þurfa að vera syndir sem selir í tækniheiminum og í því að hreyfa sig um og þjóna þeim sem eru á staðnum og utan frá, sem eru kannski heima í herbergi og jafnvel uppi í rúmi að fylgjast með.“ Tækifæri til að hvetja nemendur í þriðju sprautu Framhaldsskólanemar sem aðeins hafa fengið tvær bólusetningar eru ekki undanþegnir hefðbundinni sóttkví og dæmi eru um að þeir geti því ekki sótt nám eins og félagar þeirra sem hafa fengið þrjár sprautur, þegar streymi frá tímum er ekki í boði. Inntur eftir því hvort félagið hafi áhyggjur af því að það að takmarka aðgengi að fjarkennslu hafi áhrif á jafnan rétt barna til náms segir Guðjón það gríðarlega mikilvægt að nemendur geti sinnt námi sínu - eins og það sé lagt upp af kennurum. „Ef kennari leggur upp sína kennslu sem staðkennslu þá er mætingin auðvitað gríðarlega mikilvæg. Þetta er líka tækifæri til að benda nemendum og öllum á að drífa sig í þessa þriðju bólusetningu og bólusetja sig að fullu, til þess að vera sem best varinn og geta sinnt þessu.“
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira