Innlent

Kristján Þór hættir sem sveitar­stjóri

Eiður Þór Árnason skrifar
Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings.
Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings. Stöð 2/Friðrik

Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, ætlar ekki að sækjast eftir stöðunni eftir næstu kosningar eða bjóða sig fram til setu í sveitarstjórn.

Þetta tilkynnti hann á sveitarstjórnarfundi í dag en Kristján hefur verið þar sveitarstjóri í tæp átta ár fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Í færslu á Facebook-síðu sinni segist Kristján ganga sáttur og stoltur frá borði eftir reynslumikið tímabil. Sjálfstæðisflokkur, Vinstrihreyfingin – grænt framboð og Samfylking hafa myndað meirihluta í Norðurþingi seinustu tvö kjörtímabil.

„Nú fara spennandi tímar í hönd. Í maí kjósa íbúar fulltrúa til að fara með stjórn sveitarfélaganna. Sveitarstjórnarvettvanginn þarf áfram að efla og tryggja að fleira fólk sækist eftir þátttöku í stjórnmálum. Þótt ýmsum jákvæðum breytingum hafi verið komið á víða m.t.t. kjara og starfsaðstæðna kjörinna fulltrúa þarf meira til. Það er ekki svo að óvægin umræða, úthrópanir og persónuníð á opinberum vettvangi í garð sveitarstjórnarfólks auki áhuga eða úthald fólks í stjórnmálum. Slíkt hljótum við að geta sammælst um að frábiðja okkur.“

Kristján segir í samtali í Fréttablaðið að hann reikni fastlega með að flytja frá Húsavík eftir kosningar. Þá útilokar hann framboð í öðrum byggðarlögum fyrir næstu kosningar. Honum hugnist ekki að vera beinn þátttakandi í stjórnmálum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×