Fótbolti

Einn mesti sigurvegari fótboltasögunnar látinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Fáir fótboltamenn státa af viðlíka afrekaskrá og Paco Gento.
Fáir fótboltamenn státa af viðlíka afrekaskrá og Paco Gento. epa/ESTEBAN COBO

Paco Gento, einn sigursælasti leikmaður fótboltasögunnar, er látinn. Hann var 88 ára.

Gento hóf ferilinn með Racing Santander en gekk í raðir Real Madrid 1953 og lék með liðinu í átján ár.

Á þeim tíma var Gento ótrúlega sigursæll. Hann varð meðal annars tólf sinnum spænskur meistari og vann Meistaradeild Evrópu sex sinnum. Hvoru tveggja er met.

Gento, sem var vinstri kantmaður, lék alls 606 leiki með Real Madrid og skoraði 178 mörk. Hann lék 43 leiki fyrir spænska landsliðið og skoraði fimm mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×