Hópsmit um borð í Baldvin Njálssyni: „Orðin spurning um heppni hvort menn sleppi út á sjó“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. janúar 2022 10:58 26 af 28 skipverjum á Baldvin Njálssyni hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. Nesfiskur Tuttugu og sex af tuttugu og átta skipverjum á frystitogaranum Baldvin Njálssyni hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. Skipstjóri togarans segist þakklátur heilbrigðisyfirvöldum en allt hafi gengið upp eins og í smurðri vél þegar grunur um smit kom upp um borð. Arnar Óskarsson, skipstjóri togarans, segir í samtali við fréttastofu að það hafi verið svekkjandi þegar grunur um smit kom upp meðal áhafnarinnar. Skipið sé nefnilega glænýtt, það kom til landsins 3. desember og áhöfnin á leið á fyrsta alvöru túrinn þegar einhverjir skipverja fóru að kvarta yfir flensueinkennum. „Þetta er náttúrulega hundleiðinlegt. Við erum að starta nýju skipi en þetta er bara svona. Við fórum allir í PCR-próf og allir í hraðpróf og þetta læddist um borð,“ segir Arnar. Baldvin var staddur á miðum úti fyrir Vestfjörðum þegar grunur um smit um borð kom upp á laugardagsmorgun. Þá var sú ákvörðun tekin að snúa við og sigla til Hafnarfjarðar, þar sem heilbrigðisstarfsmenn voru tilbúnir til að skima skipverja fyrir veirunni. Til allrar hamingju séu allir skipverjar tiltölulega hraustir. „Við gerðum okkur ekki grein fyrir því að þetta væri svona útbreitt. Við fengum frábæra þjónustu hjá heilbrigðisyfirvöldum. Það kom bara bíll og tók sýni af allri áhöfninni og niðurstaðan komin strax um kvöldið,“ segir Arnar. „Þetta gekk allt smurt. Það má hrósa þessu kerfi vel, það svínvirkar.“ Hann segir veiruna hafa verið stærstu áhyggjurnar þegar þeir lögðu af stað í túrinn. Ekki það að þeir væru á nýju skipi með nýjan búnað. „Þetta er bara orðin spurning um heppni, hvort menn sleppi út á sjó þegar þetta er orðið svona útbreitt. En á móti kemur að kannski er bara best að við fengum þetta allir, þá erum við sloppnir við þetta.“ Tvær áhafnir eru á Baldvin, sem skiptast á að fara. Áætlað er þó að þessi sama áhöfn fari út á honum þegar allir skipverjar eru lausir úr einangrun. „Það er nú meiningin að við förum bara aftur þegar þetta er gengið yfir. Ætli við förum ekki út í byrjun næstu viku. Það er verið að sótthreinsa skipið og svo verðum við bara að bíða. “ Sjávarútvegur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 1.080 greindust með kórónuveiruna innanlands 1.080 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 114 á landamærum. 17. janúar 2022 10:45 45 sjúklingar nú inniliggjandi með Covid-19 45 sjúklingar liggja nú á Landspítala með Covid-19. Sjö eru nú á gjörgæslu og eru tveir þeirra í öndunarvél. 17. janúar 2022 09:49 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Sjá meira
Arnar Óskarsson, skipstjóri togarans, segir í samtali við fréttastofu að það hafi verið svekkjandi þegar grunur um smit kom upp meðal áhafnarinnar. Skipið sé nefnilega glænýtt, það kom til landsins 3. desember og áhöfnin á leið á fyrsta alvöru túrinn þegar einhverjir skipverja fóru að kvarta yfir flensueinkennum. „Þetta er náttúrulega hundleiðinlegt. Við erum að starta nýju skipi en þetta er bara svona. Við fórum allir í PCR-próf og allir í hraðpróf og þetta læddist um borð,“ segir Arnar. Baldvin var staddur á miðum úti fyrir Vestfjörðum þegar grunur um smit um borð kom upp á laugardagsmorgun. Þá var sú ákvörðun tekin að snúa við og sigla til Hafnarfjarðar, þar sem heilbrigðisstarfsmenn voru tilbúnir til að skima skipverja fyrir veirunni. Til allrar hamingju séu allir skipverjar tiltölulega hraustir. „Við gerðum okkur ekki grein fyrir því að þetta væri svona útbreitt. Við fengum frábæra þjónustu hjá heilbrigðisyfirvöldum. Það kom bara bíll og tók sýni af allri áhöfninni og niðurstaðan komin strax um kvöldið,“ segir Arnar. „Þetta gekk allt smurt. Það má hrósa þessu kerfi vel, það svínvirkar.“ Hann segir veiruna hafa verið stærstu áhyggjurnar þegar þeir lögðu af stað í túrinn. Ekki það að þeir væru á nýju skipi með nýjan búnað. „Þetta er bara orðin spurning um heppni, hvort menn sleppi út á sjó þegar þetta er orðið svona útbreitt. En á móti kemur að kannski er bara best að við fengum þetta allir, þá erum við sloppnir við þetta.“ Tvær áhafnir eru á Baldvin, sem skiptast á að fara. Áætlað er þó að þessi sama áhöfn fari út á honum þegar allir skipverjar eru lausir úr einangrun. „Það er nú meiningin að við förum bara aftur þegar þetta er gengið yfir. Ætli við förum ekki út í byrjun næstu viku. Það er verið að sótthreinsa skipið og svo verðum við bara að bíða. “
Sjávarútvegur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 1.080 greindust með kórónuveiruna innanlands 1.080 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 114 á landamærum. 17. janúar 2022 10:45 45 sjúklingar nú inniliggjandi með Covid-19 45 sjúklingar liggja nú á Landspítala með Covid-19. Sjö eru nú á gjörgæslu og eru tveir þeirra í öndunarvél. 17. janúar 2022 09:49 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Sjá meira
1.080 greindust með kórónuveiruna innanlands 1.080 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 114 á landamærum. 17. janúar 2022 10:45
45 sjúklingar nú inniliggjandi með Covid-19 45 sjúklingar liggja nú á Landspítala með Covid-19. Sjö eru nú á gjörgæslu og eru tveir þeirra í öndunarvél. 17. janúar 2022 09:49