Ráðherrar verði að gæta orða sinna í miðjum heimsfaraldri Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 16. janúar 2022 21:12 Tómas er ekki sáttur með málflutning utanríkisráðherra upp á síðkastið. vísir/vilhelm Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir hjá Landspítala, finnst utanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins hafa talað óvarlega og af undarlegum hætti um faraldurinn og sóttvarnatakmarkanir undanfarið. Landspítali hefur starfað á neyðarstigi í tæpar fjórar vikur og segir Tómas ástandið á skurðdeildunum skelfilegt. „Á flestum skurðdeildum eru nú aðeins framkvæmdar bráðaaðgerðir og veiku fólki fjölgar daglega á biðlistum. Meirihluti skurðstofa er ekki í notkun vegna tilfærslu á starfsfólki og skorts á gjörgæslurýmum. Íslendingar hætta samt ekki að veikjast og þurfa áfram á skurðaðgerðum að halda,“ skrifar Tómas í grein sem birtist á Vísi í kvöld. Þar beinir hann gagnrýni sinni að þeim sem hafa talað alvarleika ástandsins niður og beinir síðan orðum sínum sérstaklega að Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra, sem hefur verið einn af þeim Sjálfstæðismönnum sem hafa heldur talað fyrir vægum samkomutakmörkunum. Tómas vísar til dæmis sérstaklega til orða ráðherrans í Speglinum síðasta föstudag þar sem hún sagði: „Við erum að klára tvö ár af tímabili þar sem við tókum ákveðin borgaraleg réttindi að láni og við ætlum að skila þeim aftur og það er alveg allt í lagi að spyrja hvenær sá tími er kominn.“ „Skoðanaskipti eru mikilvæg en það verður að teljast einkennilegt að utanríkisráðherra, einn af lykilráðherrum ríkisstjórnarinnar og varaformaður stærsta stjórnmálaflokks landsins, sé sífellt að spyrja fremur almennra spurninga í fjölmiðlum um aðgerðir stjórnvalda við faraldrinum,“ skrifar Tómas. Eins og sumir átti sig ekki á alvarleika ástandsins Í samtali við Vísi í kvöld segir hann það undarlegt að borgarar fái svo misjöfn skilaboð út úr ríkisstjórninni. „Mér finnst bara óheppilegt að vera ráðherra og sífellt að spyrja þessara spurninga í beinni útsendingu í fréttamiðlum þegar hún ætti að geta spurt þeirra innan ríkisstjórnarinnar eða leitað svara hjá sérfræðingum. Það er óábyrgt að tala sífellt svona og sérstaklega þegar það er ekki komið með neinar aðrar lausnir á ástandinu,“ segir Tómas. Þannig hafi það sýnt sig í þessum faraldri að besta leiðin til að hemja útbreiðslu veirunnar sé með samkomutakmörkunum. Nú sem aldrei fyrr sé þörf á að beita þeim vegna ástandsins á spítalanum. „Það gengur ekki að ráðherra tali ítrekað með þessum hætti og geri lítið úr þeim aðgerðum sem hennar ríkisstjórn er að setja. Hún er alltaf eins og hún verði fyrir einhverjum gríðarlegum vonbrigðum eða þurfi að kyngja einhverri rosalegri málamiðlun þegar takmarkanir eru hertar,“ segir Tómas. Hann bendir á að fleiri ráðamenn tali með sama hætti; varaþingmenn, þingmenn og einstaka ráðherrar. „En það hefur ítrekað sýnt sig að þeirra spár um þróun faraldursins eða rétta leið út úr honum hefur verið röng.“ Hann segir einn helsta vandann nú þann að margir sem eru alvarlega veikir vegna annarra sjúkdóma en Covid-19 komist ekki að vegna ástandsins á spítalanum. „Mér finnst vanta talsvert upp á að sumir stjórnmálamenn átti sig á því hversu alvarlegt ástandið er,“ segir Tómas en á spítalanum hafa til dæmis björgunarsveitarmenn verið að hlaupa undir bagga og þá hafa einkarekin heilbrigðisfyrirtæki, Klíníkin, Orkuhúsið og Læknahúsið, haft lokað hjá sé svo að starfsfólk þeirra geti hjálpað til á spítalanum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Samkomubann á Íslandi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
„Á flestum skurðdeildum eru nú aðeins framkvæmdar bráðaaðgerðir og veiku fólki fjölgar daglega á biðlistum. Meirihluti skurðstofa er ekki í notkun vegna tilfærslu á starfsfólki og skorts á gjörgæslurýmum. Íslendingar hætta samt ekki að veikjast og þurfa áfram á skurðaðgerðum að halda,“ skrifar Tómas í grein sem birtist á Vísi í kvöld. Þar beinir hann gagnrýni sinni að þeim sem hafa talað alvarleika ástandsins niður og beinir síðan orðum sínum sérstaklega að Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra, sem hefur verið einn af þeim Sjálfstæðismönnum sem hafa heldur talað fyrir vægum samkomutakmörkunum. Tómas vísar til dæmis sérstaklega til orða ráðherrans í Speglinum síðasta föstudag þar sem hún sagði: „Við erum að klára tvö ár af tímabili þar sem við tókum ákveðin borgaraleg réttindi að láni og við ætlum að skila þeim aftur og það er alveg allt í lagi að spyrja hvenær sá tími er kominn.“ „Skoðanaskipti eru mikilvæg en það verður að teljast einkennilegt að utanríkisráðherra, einn af lykilráðherrum ríkisstjórnarinnar og varaformaður stærsta stjórnmálaflokks landsins, sé sífellt að spyrja fremur almennra spurninga í fjölmiðlum um aðgerðir stjórnvalda við faraldrinum,“ skrifar Tómas. Eins og sumir átti sig ekki á alvarleika ástandsins Í samtali við Vísi í kvöld segir hann það undarlegt að borgarar fái svo misjöfn skilaboð út úr ríkisstjórninni. „Mér finnst bara óheppilegt að vera ráðherra og sífellt að spyrja þessara spurninga í beinni útsendingu í fréttamiðlum þegar hún ætti að geta spurt þeirra innan ríkisstjórnarinnar eða leitað svara hjá sérfræðingum. Það er óábyrgt að tala sífellt svona og sérstaklega þegar það er ekki komið með neinar aðrar lausnir á ástandinu,“ segir Tómas. Þannig hafi það sýnt sig í þessum faraldri að besta leiðin til að hemja útbreiðslu veirunnar sé með samkomutakmörkunum. Nú sem aldrei fyrr sé þörf á að beita þeim vegna ástandsins á spítalanum. „Það gengur ekki að ráðherra tali ítrekað með þessum hætti og geri lítið úr þeim aðgerðum sem hennar ríkisstjórn er að setja. Hún er alltaf eins og hún verði fyrir einhverjum gríðarlegum vonbrigðum eða þurfi að kyngja einhverri rosalegri málamiðlun þegar takmarkanir eru hertar,“ segir Tómas. Hann bendir á að fleiri ráðamenn tali með sama hætti; varaþingmenn, þingmenn og einstaka ráðherrar. „En það hefur ítrekað sýnt sig að þeirra spár um þróun faraldursins eða rétta leið út úr honum hefur verið röng.“ Hann segir einn helsta vandann nú þann að margir sem eru alvarlega veikir vegna annarra sjúkdóma en Covid-19 komist ekki að vegna ástandsins á spítalanum. „Mér finnst vanta talsvert upp á að sumir stjórnmálamenn átti sig á því hversu alvarlegt ástandið er,“ segir Tómas en á spítalanum hafa til dæmis björgunarsveitarmenn verið að hlaupa undir bagga og þá hafa einkarekin heilbrigðisfyrirtæki, Klíníkin, Orkuhúsið og Læknahúsið, haft lokað hjá sé svo að starfsfólk þeirra geti hjálpað til á spítalanum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Samkomubann á Íslandi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira