Fótbolti

Marti­al segir Ralf ljúga

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Anthony Martial segir Ralf Rangnick hafa logið í viðtali eftir jafntefli Man Utd og Aston Villa.
Anthony Martial segir Ralf Rangnick hafa logið í viðtali eftir jafntefli Man Utd og Aston Villa. Alex Livesey/Getty Images

Lífið virðist ekki leika við Manchester United þessa dagana. Liðið henti frá sér 2-0 forystu gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni og nú hefur Anthony Martial, franski framherji liðsins, ásakað þjálfara þess um lygar.

Það vakti athygli að Man United mætti með aðeins átta varamenn í leikinn gegn Villa í Birmingham í gær þegar það mega vera níu leikmenn á bekknum. Þar af voru tveir markverðir.

Ralf Rangnick, þjálfari gestanna, var spurður út í ástæðuna eftir súrt 2-2 jafntefli þar sem hans menn hentu frá sér tveggja marka forystu í síðari hálfleik leiksins.

Ástæðan var einföld sagði sá þýski. Anthony Martial hefði verið á bekknum en hann vildi ekki ferðast með félaginu, eða svo sagði Rangnick.

Hinn 26 ára gamli Martial hefur lýst því yfir að hann vilji yfirgefa félagið en hann var ekki alveg tilbúinn að kvitta upp á þessa útskýringu þjálfarans. Hann birti skilaboð á Instagram-síðu sinni þar sem hann segir Ralf einfaldlega ljúga.

„Ég myndi aldrei neita að spila leik fyrir Manchester United. Ég hef verið hér í sjö ár og ég hef og mun aldrei vanvirða félagið né stuðningsfólk.“

Það er ljóst að maðkur er í mysunni og að hveitibrauðsdagar Ralfs í Manchester eru löngur búnir, ef þeir þá hófust einhvern tímann.

Manchester United er í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 32 stig, fimm stigum minna en West Ham United sem er í 4. sæti og á leik til góða.

Ralf Rangnick, þjálfari Manchester United.EPA-EFE/PETER POWELFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.