Breyti engu ef fólk breyti ekki hegðun sinni Eiður Þór Árnason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 14. janúar 2022 18:50 Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans og formaður farsóttanefndar. Vísir/Einar Formaður farsóttanefndar Landspítalans bindur vonir við að hertar samkomutakmarkanir komi til með að skila árangri og draga úr álagi á spítalann. Þær muni þó engu breyta ef fólk breyti ekki hegðun sinni. Nú eru 42 sjúklingar inniliggjandi með Covid-19 á Landspítala, þar af 33 með virkt smit. Í gær voru fjórar innlagnir og fimm útskriftir. Á gjörgæslu eru átta sjúklingar og fjórir þeirra í öndunarvél. Eitt barn sem lagðist inn á spítalann Þorláksmessu liggur á gjörgæsludeild vegna Covid-19, að sögn Valtýs Stefánssonar Thors, barnasmitsjúkdómalæknis á Barnaspítala Hringsins. Annað barn var lagt inn á spítalann í gær en hefur nú verið útskrifað. Komi brátt í ljós hvort takmarkanirnar skili árangri Már Kristjánsson, formaður farsóttanefndar, segir stöðuna á Landspítalanum áfram vera í járnum en það hjálpi að dregið hafi úr komum sjúklinga á bráðamóttöku allra síðustu daga. Fjölmörgum aðgerðum hefur verið frestað á spítalanum í faraldrinum, þar á meðal hjá fólki sem greinst hefur með góðkynja æxli. Már segir að það verði umfangsmikið verkefni að vinna upp biðlista þegar faraldurinn kemst fyrir vind. „Þá má búast við því að þetta hvelfist yfir. Þetta getur ekki dregist úr hömlu, það er ekki ásættanlegt svo það verða næg verkefni að vinna þetta upp í framhaldinu.“ Ríkisstjórnin tilkynnti í dag að tíu manna samkomubann tæki gildi á miðnætti. Már á von á því að það komi í ljós á næstu sjö til tíu dögum hvort nýju aðgerðirnar skili tilætluðum árangri. „Ef fólk passar sig vel þá bind ég miklar vonir við þetta. Ef fólk passar sig ekki og breytir ekki sinni hegðun þá er ekki víst að þetta skipti neinu máli. Tíminni mun leiða þaðí ljós.“ Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Tíu mega koma saman Sóttvarnaraðgerðir verða hertar og taka þær gildi á miðnætti. Heilbrigðisráðherra segir að sóttvarnalæknir hafi lagt fram þrjár leiðir: Óbreyttar aðgerðir, færa samkomutakmarkanir úr tuttugu manns í tíu, eða lokun á samfélaginu í tíu daga. Ríkisstjórnin hafi valið leið tvö. 14. janúar 2022 12:03 Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Nú eru 42 sjúklingar inniliggjandi með Covid-19 á Landspítala, þar af 33 með virkt smit. Í gær voru fjórar innlagnir og fimm útskriftir. Á gjörgæslu eru átta sjúklingar og fjórir þeirra í öndunarvél. Eitt barn sem lagðist inn á spítalann Þorláksmessu liggur á gjörgæsludeild vegna Covid-19, að sögn Valtýs Stefánssonar Thors, barnasmitsjúkdómalæknis á Barnaspítala Hringsins. Annað barn var lagt inn á spítalann í gær en hefur nú verið útskrifað. Komi brátt í ljós hvort takmarkanirnar skili árangri Már Kristjánsson, formaður farsóttanefndar, segir stöðuna á Landspítalanum áfram vera í járnum en það hjálpi að dregið hafi úr komum sjúklinga á bráðamóttöku allra síðustu daga. Fjölmörgum aðgerðum hefur verið frestað á spítalanum í faraldrinum, þar á meðal hjá fólki sem greinst hefur með góðkynja æxli. Már segir að það verði umfangsmikið verkefni að vinna upp biðlista þegar faraldurinn kemst fyrir vind. „Þá má búast við því að þetta hvelfist yfir. Þetta getur ekki dregist úr hömlu, það er ekki ásættanlegt svo það verða næg verkefni að vinna þetta upp í framhaldinu.“ Ríkisstjórnin tilkynnti í dag að tíu manna samkomubann tæki gildi á miðnætti. Már á von á því að það komi í ljós á næstu sjö til tíu dögum hvort nýju aðgerðirnar skili tilætluðum árangri. „Ef fólk passar sig vel þá bind ég miklar vonir við þetta. Ef fólk passar sig ekki og breytir ekki sinni hegðun þá er ekki víst að þetta skipti neinu máli. Tíminni mun leiða þaðí ljós.“
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Tíu mega koma saman Sóttvarnaraðgerðir verða hertar og taka þær gildi á miðnætti. Heilbrigðisráðherra segir að sóttvarnalæknir hafi lagt fram þrjár leiðir: Óbreyttar aðgerðir, færa samkomutakmarkanir úr tuttugu manns í tíu, eða lokun á samfélaginu í tíu daga. Ríkisstjórnin hafi valið leið tvö. 14. janúar 2022 12:03 Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Tíu mega koma saman Sóttvarnaraðgerðir verða hertar og taka þær gildi á miðnætti. Heilbrigðisráðherra segir að sóttvarnalæknir hafi lagt fram þrjár leiðir: Óbreyttar aðgerðir, færa samkomutakmarkanir úr tuttugu manns í tíu, eða lokun á samfélaginu í tíu daga. Ríkisstjórnin hafi valið leið tvö. 14. janúar 2022 12:03
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent