Flugeldasýning í endurkomu Coutinho

Atli Arason skrifar
Coutinho fagnar marki sínu í kvöld

Philippe Coutinho stal senuninni í sínum fyrsta leik fyrir Aston Villa í 2-2 jafntefli liðsins gegn Manchester United í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Það tók Coutinho innan við korter að sækja stig fyrir Aston Villa eftir að hann kom inn á sem varamaður á 68. mínútu. Manchester United var með tveggja marka forystu þegar Coutinho er kynntur til leiks.

Bruno Fernandes skoraði fyrsta mark leiksins á 6. mínútu eftir hræðileg mistök Emilano Martinez en skot Fernandes fyrir utan vítateig er beint á Martinez sem missir boltann klaufalega í gegnum klofið og í netið.

Bruno Fernandes tvöfaldar svo forystu United á 67. mínútu þegar Fred kemst inn í sendingu hjá heimamönnum og leggur boltann á Bruno sem skorar, sláinn og inn.

Strax í kjölfarið, eða á 68. mínútu var Philippe Coutinho skipt inn á fyrir Morgan Sanson í sínum fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni í fjögur ár. Það tók hann ekki nema níu mínútur að hafa áhrif á leikinn þegar hann leggur upp mark fyrir Jacob Ramsey á 77. mínútu sem minnkar muninn í 1-2.

Fimm mínútum síðar snerist dæmið við þegar Aston Villa spilar vörn Manchester United sundur og saman og Ramsey leggur upp mark fyrir Coutinho sem var einn og óvaldaður á fjærstöng og skoraði sitt fyrsta mark fyrir Aston Villa til að jafna leikinn í 2-2 og þar við sat. Manchester United mistókst því koma sér inn í topp sex og er áfram í sjöunda sæti deildarinnar með 32 stig. Lærisveinar Steven Gerrard í Aston Villa eru í 13. sæti með 23 stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira