Innlent

Flutningaskip Eimskips strandaði í Noregi í gærkvöldi

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Polfoss á strandstað.
Polfoss á strandstað. Leit og björgun í Noregi.

Flutningskipið Polfoss, sem er í eigu Eimskips, strandaði í gærkvöldi við eyjuna Skorpa í Kristiansund í Noregi. Samkvæmt NRK varð skipið vélarvana. 

Tíu voru um borð en leit- og björgun í Noregi sagðist í nótt ekki hafa fengið veður af því að nokkur hefði slasast.

Björgunarskipið Erik Bye var sent á vettvang og samkvæmt Fleetmon.com er Polfoss komið aftur á flot. Skipið liggur nú við bryggju í Kristiansund. NRK segir nokkrar skemmdir vera á því eftir strandið.

Uppfært kl. 9

Eftirfarandi tilkynning var að berast frá Eimskip: 

„Þegar frystiskipið Pólfoss var nýlagt af stað frá Kristiansund í Noregi í gærkvöldi sló út rafmagni á skipinu með þeim afleiðingum að það varð óstjórnhæft og strandaði skammt frá bryggju. Skipið fékk aðstoð dráttarbáts og var komið aftur að bryggju innan þriggja tíma. Engin hætta skapaðist fyrir áhöfn, frakt eða umhverfið. Unnið er að því að greina bilun og mögulegar skemmdir á skipinu sem vonast er til að séu óverulegar.“Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.