Heimamenn í 16-liða úrslit eftir fyrsta markaleik Afríkumótsins Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. janúar 2022 17:54 Vincent Aboubakar skoraði tvö mörk fyrir heimamenn og er nú kominn með fjögur mörk í fyrstu tveimur leikjum mótsins. Ulrik Pedersen/NurPhoto via Getty Images Kamerún vann öruggan 4-1 sigur gegn Eþíópíu er liðin mættust á Afríkumótinu í fótbolta í dag. Þetta var í fyrsta skipti á mótinu sem leikur vinnst með meira en eins marks mun. Fyrir leik Kamerún og Eþíópíu höfðu 12 leikir farið fram á Afríkumótinu. Níu þeirra enduðu 1-0, tveir enduðu með markalausu jafntefli og heimamenn í Kamerún unnu opnunarleikinn gegn Búrkina Fasó 2-1. Fyrstu mínútur leiksins í dag voru heldur betur fjörugar, en eftir aðeins átta mínútna leik var búið að skora tvö mörk og dómari leiksins var búinn að veifa gula spjaldinu tvisvar. Dawa Hotessa Dukele kom Eþíópíu yfir strax á fjórðu mínútu áður en Karl Toko Ekambi jafnaði metin með skalla fjórum mínútum síðar. Í millitíðinni náðu Martin Hongla og Eric Maxim Choupo-Moting sér í gult spjald í liði heimamanna. Ekki var skorað meira í fyrri hálfleik, en Vincent Aboubakar kom heimamönnum í 2-1 á 53. mínútu. Hann var svo aftur á ferðinni tveimur mínútum síðar þegar hann breytti stöðunni í 3-1. Karl Toko Ekambi skoraði annað mark sitt og fjórða mark Kamerún á 67. mínútu og tryggði heimamönnum þar með öruggan 4-1 sigur. Kamerún er komið upp úr A-riðli eftir sigur dagsins, en liðið er með sex stig eftir tvo leiki. Eþíópía er hins vegar enn án stiga og þarf á kraftaverki að halda til að fara áfram. Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Sjá meira
Fyrir leik Kamerún og Eþíópíu höfðu 12 leikir farið fram á Afríkumótinu. Níu þeirra enduðu 1-0, tveir enduðu með markalausu jafntefli og heimamenn í Kamerún unnu opnunarleikinn gegn Búrkina Fasó 2-1. Fyrstu mínútur leiksins í dag voru heldur betur fjörugar, en eftir aðeins átta mínútna leik var búið að skora tvö mörk og dómari leiksins var búinn að veifa gula spjaldinu tvisvar. Dawa Hotessa Dukele kom Eþíópíu yfir strax á fjórðu mínútu áður en Karl Toko Ekambi jafnaði metin með skalla fjórum mínútum síðar. Í millitíðinni náðu Martin Hongla og Eric Maxim Choupo-Moting sér í gult spjald í liði heimamanna. Ekki var skorað meira í fyrri hálfleik, en Vincent Aboubakar kom heimamönnum í 2-1 á 53. mínútu. Hann var svo aftur á ferðinni tveimur mínútum síðar þegar hann breytti stöðunni í 3-1. Karl Toko Ekambi skoraði annað mark sitt og fjórða mark Kamerún á 67. mínútu og tryggði heimamönnum þar með öruggan 4-1 sigur. Kamerún er komið upp úr A-riðli eftir sigur dagsins, en liðið er með sex stig eftir tvo leiki. Eþíópía er hins vegar enn án stiga og þarf á kraftaverki að halda til að fara áfram.
Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Sjá meira