Helgi Seljan frá RÚV á Stundina: „Veitir mér leyfi til að svara fyrir mig“ Eiður Þór Árnason og Jakob Bjarnar skrifa 13. janúar 2022 13:15 Helgi Seljan er ekki horfinn úr blaðamennskunni. Vísir/Vilhelm Fréttamaðurinn Helgi Seljan hefur sagt upp störfum hjá RÚV. Helgi, sem hefur starfað á miðlinum frá árinu 2006, hefur verið í leyfi frá störfum og hyggst ekki snúa aftur. Hann tekur við sem rannsóknarritstjóri Stundarinnar þann 15. febrúar. Kjarninn greinir frá uppsögninni og vísar í færslu sem Helgi birti inn á lokuðu vefsvæði starfsmanna RÚV. Þar segir hann ákvörðunina hvorki hafa verið tekna í skyndi né af neinni vonsku. „Ég mat það bara sem svo að nú væri rétti tíminn til að takast á við nýjar áskoranir á nýjum stað. Ég ætla þó ekki að halda því fram að atburðarrás undanfarinna missera hafi ekki haft nein áhrif á að ég yfirleitt fór að velta þessum möguleika fyrir mér. Ég skil þó við RÚV sáttur við allt og alla, vitandi það að öll höfum við lært og munum draga lærdóm af því sem gengið hefur á,“ segir Helgi í skilaboðum sínum til samstarfsmanna á RÚV. Þar vísar hann til atburða sem gerðust í tengslum við umfjöllun Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu. Kjarninn hefur til að mynda greint frá því að starfsmaður Samherja hafi elt og áreitt Helga mánuðum saman og svokölluð „Skæruliðadeild Samherja“ skipulega reynt að grafa undan trúverðugleika fréttamannsins. Einnig kærði Samherji Helga til siðanefndar RÚV vegna ummæla sem hann lét falla á samfélagsmiðlum. Jón Trausti hættir sem ritstjóri Fram kemur á vef Stundarinnar að Helgi muni vinna umfjallanir fyrir miðla Stundarinnar ásamt því að gegna hlutverki rannsóknarritstjóra. Um er að ræða nýja stöðu sem þekkist á erlendum fjölmiðlum. Samhliða breytingunum stígur Jón Trausti Reynisson úr stóli ritstjóra og verður eingöngu framkvæmdastjóri Útgáfufélagsins Stundarinnar og blaðamaður á ritstjórn Stundarinnar. Frá stofnun í janúar 2015 hefur Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir gegnt stöðu ritstjóra ásamt Jóni Trausta. Hún verður framvegis ein aðalritstjóri. Helgi hefur lengi verið einn þekktasti fréttamaður landsins og meðal annars hlotið blaðamannaverðlaun og fjölda tilnefninga fyrir vinnu sína í Kastljósi og fréttaskýringaþættinum Kveik. Hann hefur fjórum sinnum verið valinn sjónvarpsmaður ársins á Edduverðlaununum. Getur loks svarað fyrir sig með góðri samvisku Vísir ræddi stuttlega við Helga í tilefni af þessum vistaskiptum. Hann var fyrst spurður um þennan titil, rannsóknarritstjóri, sem ekki hefur sést fyrr á Íslandi? „Þessi titill er vel þekktur erlendis frá og er fyrst og fremst til marks um að mér sé falið að halda utan um og vinna í samvinnu við aðra stærri verkefni og tímafrekari. Svolítið eins og ég hef verið að gera,“ segir Helgi. Helgi Seljan segist ekki hættur að fjalla um Samherjamálið, ef einhver er að velta því fyrir sér.vísir/vilhelm Hann vill ekki fara mörgum orðum um hver verði hans fyrstu viðfangsefni á Stundinni. „Ég er ekki hættur að fjalla um Samherjamálið, ef það er það sem þú ert að fiska eftir, kvótalaus. Þar fyrir utan lít ég svo á að málfrelsi mitt sé nú orðið á pari við aðra þegna þessa samfélags, sem aftur veitir mér leyfi til að svara fyrir mig.“ Helgi vísar þar til hinna umdeildu siðareglna Ríkisútvarpsins sem fjallað var mjög um á sínum tíma en hann var fundinn sekur um brot við þeim af tilfallandi siðanefnd RÚV. Hann lítur ekki svo á, þó hann sé nú að hverfa af skjánum og í prentið að þar með sé hann kominn á byrjunarreit. „Nei alls ekki. Þar byrjaði ég vissulega og fann mig vel. En það eru tuttugu ár síðan og á þeim tíma hefur bylting orðið í miðlun upplýsinga, sem til dæmis bindur ekki hendur miðla til að koma frá sér efni á einn hátt frekar en annan.“ Ríkisútvarpið Vistaskipti Samherjaskjölin Fjölmiðlar Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira
Kjarninn greinir frá uppsögninni og vísar í færslu sem Helgi birti inn á lokuðu vefsvæði starfsmanna RÚV. Þar segir hann ákvörðunina hvorki hafa verið tekna í skyndi né af neinni vonsku. „Ég mat það bara sem svo að nú væri rétti tíminn til að takast á við nýjar áskoranir á nýjum stað. Ég ætla þó ekki að halda því fram að atburðarrás undanfarinna missera hafi ekki haft nein áhrif á að ég yfirleitt fór að velta þessum möguleika fyrir mér. Ég skil þó við RÚV sáttur við allt og alla, vitandi það að öll höfum við lært og munum draga lærdóm af því sem gengið hefur á,“ segir Helgi í skilaboðum sínum til samstarfsmanna á RÚV. Þar vísar hann til atburða sem gerðust í tengslum við umfjöllun Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu. Kjarninn hefur til að mynda greint frá því að starfsmaður Samherja hafi elt og áreitt Helga mánuðum saman og svokölluð „Skæruliðadeild Samherja“ skipulega reynt að grafa undan trúverðugleika fréttamannsins. Einnig kærði Samherji Helga til siðanefndar RÚV vegna ummæla sem hann lét falla á samfélagsmiðlum. Jón Trausti hættir sem ritstjóri Fram kemur á vef Stundarinnar að Helgi muni vinna umfjallanir fyrir miðla Stundarinnar ásamt því að gegna hlutverki rannsóknarritstjóra. Um er að ræða nýja stöðu sem þekkist á erlendum fjölmiðlum. Samhliða breytingunum stígur Jón Trausti Reynisson úr stóli ritstjóra og verður eingöngu framkvæmdastjóri Útgáfufélagsins Stundarinnar og blaðamaður á ritstjórn Stundarinnar. Frá stofnun í janúar 2015 hefur Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir gegnt stöðu ritstjóra ásamt Jóni Trausta. Hún verður framvegis ein aðalritstjóri. Helgi hefur lengi verið einn þekktasti fréttamaður landsins og meðal annars hlotið blaðamannaverðlaun og fjölda tilnefninga fyrir vinnu sína í Kastljósi og fréttaskýringaþættinum Kveik. Hann hefur fjórum sinnum verið valinn sjónvarpsmaður ársins á Edduverðlaununum. Getur loks svarað fyrir sig með góðri samvisku Vísir ræddi stuttlega við Helga í tilefni af þessum vistaskiptum. Hann var fyrst spurður um þennan titil, rannsóknarritstjóri, sem ekki hefur sést fyrr á Íslandi? „Þessi titill er vel þekktur erlendis frá og er fyrst og fremst til marks um að mér sé falið að halda utan um og vinna í samvinnu við aðra stærri verkefni og tímafrekari. Svolítið eins og ég hef verið að gera,“ segir Helgi. Helgi Seljan segist ekki hættur að fjalla um Samherjamálið, ef einhver er að velta því fyrir sér.vísir/vilhelm Hann vill ekki fara mörgum orðum um hver verði hans fyrstu viðfangsefni á Stundinni. „Ég er ekki hættur að fjalla um Samherjamálið, ef það er það sem þú ert að fiska eftir, kvótalaus. Þar fyrir utan lít ég svo á að málfrelsi mitt sé nú orðið á pari við aðra þegna þessa samfélags, sem aftur veitir mér leyfi til að svara fyrir mig.“ Helgi vísar þar til hinna umdeildu siðareglna Ríkisútvarpsins sem fjallað var mjög um á sínum tíma en hann var fundinn sekur um brot við þeim af tilfallandi siðanefnd RÚV. Hann lítur ekki svo á, þó hann sé nú að hverfa af skjánum og í prentið að þar með sé hann kominn á byrjunarreit. „Nei alls ekki. Þar byrjaði ég vissulega og fann mig vel. En það eru tuttugu ár síðan og á þeim tíma hefur bylting orðið í miðlun upplýsinga, sem til dæmis bindur ekki hendur miðla til að koma frá sér efni á einn hátt frekar en annan.“
Ríkisútvarpið Vistaskipti Samherjaskjölin Fjölmiðlar Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira