Lífið

Einstakt einbýli með tveimur aukaíbúðum

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Húsið er hannað af Kjartani Sveinssyni og garðurinn af Berglindi Guðmundsdóttur landslagsarkitekt.
Húsið er hannað af Kjartani Sveinssyni og garðurinn af Berglindi Guðmundsdóttur landslagsarkitekt. Samsett/Fasteignaljósmyndun.is

Á fasteignavef Vísis var að koma á sölu níu herbergja einbýli. Húsið er skipt þannig upp að í því eru tvær smærri aukaíbúðir.

Eignin er staðsett á Glitvangi í Hafnarfirði og er vinsælasta eignin á fasteignavefnum okkar þegar þetta er skrifað. Húsið er hannað af Kjartani Sveinssyni og garðurinn af Berglindi Guðmundsdóttur landslagsarkitekt.

Eignin er alls 296,7 fermetrar og er á tveimur hæðum en uppsett verð er 149.900.000.  Eitt barnaherbergi íbúðarinnar er einstaklega skemmtilegt og er skipt í tvo hluta sem er ekki algengt í íbúðum hér á landi. 

Nokkrar myndir af þessu fallega Kjartanshúsi má sjá hér fyrir neðan. 

Fasteignaljósmyndun.is
Fasteignaljósmyndun.is
Fasteignaljósmyndun.is
Fasteignaljósmyndun.is
Fasteignaljósmyndun.is
Fasteignaljósmyndun.is
Fasteignaljósmyndun.is
Fasteignaljósmyndun.is
Fasteignaljósmyndun.is

Tengdar fréttir

Linda selur íbúð sína á Rauðarárstíg

Markþjálfinn og hlaðvarpsstjórnandinn Linda Baldvinsdóttir hefur sett íbúð sína á Rauðarárstíg á sölu. Um er að ræða glæsilega og nýlega endurnýjaða tveggja herbergja íbúð á jarðhæð í miðbænum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.