Vill leiða jafnaðarmenn til sigurs á ný Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 13. janúar 2022 12:43 Guðmundur Árni Stefánsson var útnefndur sendiherra Íslands í Indlandi árið 2018 en baðst lausnar í desember. vísir/vilhelm Guðmundur Árni Stefánsson sendiherra og fyrrverandi ráðherra sækist eftir því að leiða lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hann segist ekki vera í framboði til bæjarstjóra á þessari stundu en hann gegndi því embætti fyrir rúmum þrjátíu árum. Það vakti athygli seint í gærkvöldi þegar Guðmundur Árni tilkynnti um endurkomu sína í pólitík. Hann hefur verið sendiherra fyrir hönd Íslands síðustu 16 árin en segir að hann og fjölskyldan séu komin með nóg af flakki milli heimshorna í bili. „Það er nú eiginlega þannig að þó ég hafi verið algjörlega frá stjórnmálum þá hef ég auðvitað fylgst vel með. Enda eru stjórnmálin, þó það megi auðvitað ekki nefna það í miðju Covid-fári, stjórnmál og pólitík eru eins konar vírus hjá þeim sem hafa tekið þátt,“ segir Guðmundur Árni. Hann sat sem félagsmálaráðherra í samsteypustjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks frá árinu 1993 til 1994 en neyddist til að segja af sér eftir umdeilda skipan hans á mönnum í embætti. Hann sat svo á þingi til ársins 2005 fyrir Alþýðuflokk og Samfylkingu. Ekki í bæjarstjóraframboði Áður en hann fór á þing var hann í bæjarpólitíkinni í Hafnarfirði í 12 ár og sat sem bæjarstjóri í sjö ár á árunum 1985 til 1991. En sækist hann aftur eftir bæjarstjórastöðunni nú tæpum þrjátíu árum síðar? „Málið er alls ekki komið þangað. Og ég, svo ég taki það fram, er ekki að endurlifa forna frægð. Það er alls ekki það sem ég er að leggja upp með. Ég vil bara vera hluti af liðsheild og leiða hér jafnaðarmenn til sigurs í kosningunum í maí. Ég er ekki frambjóðandi til bæjarstjóra í augnablikinu,“ segir Guðmundur Árni. Endurkoma jafnaðarmanna tímabær Samfylkingarmenn halda prófkjör eftir tæpan mánuð. Guðmundur vonast til að hljóta skýrt umboð félagsmanna til að leiða lista flokksins. „Ég meina ég vil sjá fylgi jafnaðarmanna að minnsta kosti tvöfaldast í kosningunum og að við förum úr tveimur mönnum í fjóra hið minnsta,“ segir Guðmundur Árni. Jafnaðarmenn verði þannig forystuafl í bænum á nýjan leik. „Því er ekki að neita að tölurnar tala sínu máli og Samfylkingin, jafnaðarmannaflokkur Íslands, hefur átt betri daga. Síðustu kosningar hjá mér voru fyrir Samfylkinguna 2003 í þinginu og þá fengum við hér í Suðvesturkjördæmi 32 prósent atkvæða.“ Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sveitarstjórnarmál Hafnarfjörður Samfylkingin Utanríkismál Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Fleiri fréttir Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann Sjá meira
Það vakti athygli seint í gærkvöldi þegar Guðmundur Árni tilkynnti um endurkomu sína í pólitík. Hann hefur verið sendiherra fyrir hönd Íslands síðustu 16 árin en segir að hann og fjölskyldan séu komin með nóg af flakki milli heimshorna í bili. „Það er nú eiginlega þannig að þó ég hafi verið algjörlega frá stjórnmálum þá hef ég auðvitað fylgst vel með. Enda eru stjórnmálin, þó það megi auðvitað ekki nefna það í miðju Covid-fári, stjórnmál og pólitík eru eins konar vírus hjá þeim sem hafa tekið þátt,“ segir Guðmundur Árni. Hann sat sem félagsmálaráðherra í samsteypustjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks frá árinu 1993 til 1994 en neyddist til að segja af sér eftir umdeilda skipan hans á mönnum í embætti. Hann sat svo á þingi til ársins 2005 fyrir Alþýðuflokk og Samfylkingu. Ekki í bæjarstjóraframboði Áður en hann fór á þing var hann í bæjarpólitíkinni í Hafnarfirði í 12 ár og sat sem bæjarstjóri í sjö ár á árunum 1985 til 1991. En sækist hann aftur eftir bæjarstjórastöðunni nú tæpum þrjátíu árum síðar? „Málið er alls ekki komið þangað. Og ég, svo ég taki það fram, er ekki að endurlifa forna frægð. Það er alls ekki það sem ég er að leggja upp með. Ég vil bara vera hluti af liðsheild og leiða hér jafnaðarmenn til sigurs í kosningunum í maí. Ég er ekki frambjóðandi til bæjarstjóra í augnablikinu,“ segir Guðmundur Árni. Endurkoma jafnaðarmanna tímabær Samfylkingarmenn halda prófkjör eftir tæpan mánuð. Guðmundur vonast til að hljóta skýrt umboð félagsmanna til að leiða lista flokksins. „Ég meina ég vil sjá fylgi jafnaðarmanna að minnsta kosti tvöfaldast í kosningunum og að við förum úr tveimur mönnum í fjóra hið minnsta,“ segir Guðmundur Árni. Jafnaðarmenn verði þannig forystuafl í bænum á nýjan leik. „Því er ekki að neita að tölurnar tala sínu máli og Samfylkingin, jafnaðarmannaflokkur Íslands, hefur átt betri daga. Síðustu kosningar hjá mér voru fyrir Samfylkinguna 2003 í þinginu og þá fengum við hér í Suðvesturkjördæmi 32 prósent atkvæða.“
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sveitarstjórnarmál Hafnarfjörður Samfylkingin Utanríkismál Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Fleiri fréttir Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann Sjá meira