Tuttugu ár frá afsögn Guðmundar Árna Atli Ísleifsson skrifar 12. nóvember 2014 13:23 Tuttugu ár voru í gær liðin frá því að Guðmundur Árni Stefánsson tilkynnti um afsögn sína úr embætti félagsmálaráðherra. Guðmundur Árni hélt þá blaðamannafund þar sem hann tilkynnti um afsögn sína í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar um embættisverk hans, en hann hafði þá þegar sent Davíð Oddssyni forsætisráðherra lausnarbeiðni. Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata, og Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, eru meðal þeirra sem hafa kallað eftir afsögn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra í tengslum við hið svokallaða Lekamál. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, sagði í samtali við Vísi í morgun, að íslenskir stjórnmálamenn ákveði almennt frekar að sitja á meðan pólitískt stormviðri geysar í kringum samanborið við kollega þeirra erlendis. Á blaðamannafundinum þann 11. nóvember 1994 fjallaði Guðmundur Árni um þann hluta skýrslunnar sem fjallar um almenna stjórnsýslu félagsmálaráðuneytisins og að þar hafi Ríkisendurskoðun talið allt vera með felldu. Að því loknu kom hann að þeim hluta skýrslunnar sem fjallaði um þau einstöku embættisverk hans sem helst höfðu verið gagnrýnd. Þar hafi ítarlega verið fjallað um aðdraganda starfsloka Björns Önundarsonar tryggingayfirlæknis í nóvember árið 1993, en hann hafði fengið greiddar þrjár milljónir króna vegna uppgjörs á áunnu námsleyfi gegn því að hann segði upp störfum.Óvönduð, óeðlileg og einhliða umræða Guðmundur Árni sagði það ljóst að hin opinbera umræða hefði ekki snúist um málefni eða efnisatriði, heldur verið með blæ upphrópana og ósannra fullyrðinga óháð málavöxtum. „Ég geri mér ljóst að sú óvandaða og óeðlilega og einhliða umræða mun að óbreyttu halda áfram hvað sem efnisatriðum líður. Skýrsla Ríkisendurskoðunar, þrátt fyrir afdráttarlausa staðfestingu þar á, að stjórnsýsla mín hafi verið í samræmi við viðurkennda stjórnsýslureglur og venjur, mun að mínu áliti því miður engu breyta þar um.“ Hann sagði það ljóst að við slíkar aðstæður hafi og muni þau mikilvægu störf sem honum hefði verið trúað fyrir í félagsmálaráðuneytinu ekki njóta sannmælis og hugsanlega skaðast. „Jafnframt er ljóst að Alþýðuflokkurinn hefur á sama hátt ekki hlotið sanngjarna umfjöllun. Það sama gildir að hluta um ríkisstjórnina. Með vísan til þessa óska ég því eftir lausn frá störfum félagsmálaráðherra í ráðuneyti Davíðs Oddssonar,“ sagði Guðmundur Árni. Með því að biðjast lausnar frá embætti félagsmálaráðherra sagðist Guðmundur Árni hafa brotið blað í íslenskri stjórnmálasögu. Hann hefði tekið ákvörðun um að láta minni hagsmuni víkja fyrir meiri og sagt af sér embætti án sakarefna og þrýstings eftir að hafa ráðfært sig við fjölmarga stuðningsmenn sína sem hefðu látið í ljós mjög misjafnar skoðanir á málinu. „Ég horfi til míns flokks, sem á hefur verið hamrað sýknt og heilagt og ég vil freista þess að hann fái sanngjarna og hlutlæga umfjöllun. Ég mun gera það sem í mínu valdi stendur sem þingmaður og varaformaður flokksins til að tryggja að svo verði,“ sagði Guðmundur Árni.Skortur á hefðGunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, sagði í samtali við Vísi í morgun, að íslenskir stjórnmálamenn ákveði almennt frekar að sitja á meðan pólitískt stormviðri geysar í kringum samanborið við kollega þeirra erlendis. „Ég held að það sé enginn vafi á því. Þeir reyna að sitja þetta af sér. Vandinn á Íslandi er sá að það er ekki nógu skýrt hver ætti knýja fram afsögn. Erlendis er það skýrara, þar er það flokksformaður eða forsætisráðherra. Hér er það ekki nógu ljóst hver það er á að knýja þetta fram,“ segir Gunnar Helgi. Gunnar Helgi segir þetta líklega tengjast skorti á hefð. „Ég myndi segja að eðlilegasta reglan sé að annað hvort flokksformaður eða forsætisráðherra ættu að bera skýra ábyrgð. En strangt til tekið er það auðvitað þingflokkurinn sem velur ráðherra í flestum tilvikum, eða eitthvað sambærilegt apparat. Þannig að í forminu væri hægt að segja að það væri hans að taka þetta upp en í reynd virkar þetta hvergi þannig. Þetta virkar þannig að það er formaðurinn eða forsætisráðherrann sem ber ábyrgðina. Það er ekki hægt að búast við því að við fáum kerfi sem virkar nema að við lítum svo á.“ Lekamálið Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Tuttugu ár voru í gær liðin frá því að Guðmundur Árni Stefánsson tilkynnti um afsögn sína úr embætti félagsmálaráðherra. Guðmundur Árni hélt þá blaðamannafund þar sem hann tilkynnti um afsögn sína í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar um embættisverk hans, en hann hafði þá þegar sent Davíð Oddssyni forsætisráðherra lausnarbeiðni. Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata, og Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, eru meðal þeirra sem hafa kallað eftir afsögn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra í tengslum við hið svokallaða Lekamál. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, sagði í samtali við Vísi í morgun, að íslenskir stjórnmálamenn ákveði almennt frekar að sitja á meðan pólitískt stormviðri geysar í kringum samanborið við kollega þeirra erlendis. Á blaðamannafundinum þann 11. nóvember 1994 fjallaði Guðmundur Árni um þann hluta skýrslunnar sem fjallar um almenna stjórnsýslu félagsmálaráðuneytisins og að þar hafi Ríkisendurskoðun talið allt vera með felldu. Að því loknu kom hann að þeim hluta skýrslunnar sem fjallaði um þau einstöku embættisverk hans sem helst höfðu verið gagnrýnd. Þar hafi ítarlega verið fjallað um aðdraganda starfsloka Björns Önundarsonar tryggingayfirlæknis í nóvember árið 1993, en hann hafði fengið greiddar þrjár milljónir króna vegna uppgjörs á áunnu námsleyfi gegn því að hann segði upp störfum.Óvönduð, óeðlileg og einhliða umræða Guðmundur Árni sagði það ljóst að hin opinbera umræða hefði ekki snúist um málefni eða efnisatriði, heldur verið með blæ upphrópana og ósannra fullyrðinga óháð málavöxtum. „Ég geri mér ljóst að sú óvandaða og óeðlilega og einhliða umræða mun að óbreyttu halda áfram hvað sem efnisatriðum líður. Skýrsla Ríkisendurskoðunar, þrátt fyrir afdráttarlausa staðfestingu þar á, að stjórnsýsla mín hafi verið í samræmi við viðurkennda stjórnsýslureglur og venjur, mun að mínu áliti því miður engu breyta þar um.“ Hann sagði það ljóst að við slíkar aðstæður hafi og muni þau mikilvægu störf sem honum hefði verið trúað fyrir í félagsmálaráðuneytinu ekki njóta sannmælis og hugsanlega skaðast. „Jafnframt er ljóst að Alþýðuflokkurinn hefur á sama hátt ekki hlotið sanngjarna umfjöllun. Það sama gildir að hluta um ríkisstjórnina. Með vísan til þessa óska ég því eftir lausn frá störfum félagsmálaráðherra í ráðuneyti Davíðs Oddssonar,“ sagði Guðmundur Árni. Með því að biðjast lausnar frá embætti félagsmálaráðherra sagðist Guðmundur Árni hafa brotið blað í íslenskri stjórnmálasögu. Hann hefði tekið ákvörðun um að láta minni hagsmuni víkja fyrir meiri og sagt af sér embætti án sakarefna og þrýstings eftir að hafa ráðfært sig við fjölmarga stuðningsmenn sína sem hefðu látið í ljós mjög misjafnar skoðanir á málinu. „Ég horfi til míns flokks, sem á hefur verið hamrað sýknt og heilagt og ég vil freista þess að hann fái sanngjarna og hlutlæga umfjöllun. Ég mun gera það sem í mínu valdi stendur sem þingmaður og varaformaður flokksins til að tryggja að svo verði,“ sagði Guðmundur Árni.Skortur á hefðGunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, sagði í samtali við Vísi í morgun, að íslenskir stjórnmálamenn ákveði almennt frekar að sitja á meðan pólitískt stormviðri geysar í kringum samanborið við kollega þeirra erlendis. „Ég held að það sé enginn vafi á því. Þeir reyna að sitja þetta af sér. Vandinn á Íslandi er sá að það er ekki nógu skýrt hver ætti knýja fram afsögn. Erlendis er það skýrara, þar er það flokksformaður eða forsætisráðherra. Hér er það ekki nógu ljóst hver það er á að knýja þetta fram,“ segir Gunnar Helgi. Gunnar Helgi segir þetta líklega tengjast skorti á hefð. „Ég myndi segja að eðlilegasta reglan sé að annað hvort flokksformaður eða forsætisráðherra ættu að bera skýra ábyrgð. En strangt til tekið er það auðvitað þingflokkurinn sem velur ráðherra í flestum tilvikum, eða eitthvað sambærilegt apparat. Þannig að í forminu væri hægt að segja að það væri hans að taka þetta upp en í reynd virkar þetta hvergi þannig. Þetta virkar þannig að það er formaðurinn eða forsætisráðherrann sem ber ábyrgðina. Það er ekki hægt að búast við því að við fáum kerfi sem virkar nema að við lítum svo á.“
Lekamálið Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira