Fótbolti

Keyptu þjálfara frá dönsku liði til að leysa af Milos

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Martí Cifuentes lætur heyra í sér sem þjálfari AaB Aalborg í dönsku deildinni. Hann hefur nú skipt yfir til Svíþjóðar.
Martí Cifuentes lætur heyra í sér sem þjálfari AaB Aalborg í dönsku deildinni. Hann hefur nú skipt yfir til Svíþjóðar. Getty/Rene Schutze

Leikmenn ganga ekki aðeins kaupum og sölum heldur einnig þjálfarar. Þjálfarakapallinn í sænska boltanum er að ganga upp eftir að fyrrum þjálfari Víkings og Breiðabliks setti allt upp í háaloft.

Sænska fótboltafélagið Hammarby þurfti þannig að finna sér nýjan þjálfara eftir Milos-málið á dögunum og hefur fundið hann hjá dönsku félagi.

Nýr þjálfarinn er Spánverjinn Marti Cifuentes. Hammarby þurfti að kaupa hann frá danska félaginu AaB. Danirnir segja frá þessu á heimasíðu sinni.

Hammarby stóð upp þjálfaralaust eftir að Íslandsvininum Milos Milojevic var sagt upp störfum hjá Hammarby. Milos hafði farið í viðræður við norska félagið Rosenborg í leyfisleysi. Milojevic fékk ekki starfið hjá Rosenborg en endaði með að fá starf sem þjálfari Malmö.

Milos tók þar við starfi Jon Dahl Tomasson, fyrrum landsliðsmanns Dana. Tomasson er af íslenskum ættum en afi hans var Íslendingur, fæddur og uppalinn í Hafnarfirði.

Svíarnir nýttu sér uppsagnarákvæði í samning við Cifuentes við AaB og hann mun koma til félagsins 1. mars næstkomandi.

Marti Cifuentes hefur verið hjá AaB í meira en ár og hann stýrði liðinu í 40 leikjum. AaB situr í fjórða sæti dönsku deildarinnar í vetrarfríinu.


Tengdar fréttir

Stoltur og glaður Milos með „bestu leikmenn deildarinnar“

Sigursælasta knattspyrnulið Svíþjóðar, ríkjandi meistarar Malmö, hafa ákveðið að veðja á íslenskan þjálfara til að leiða liðið áfram eftir að Jon Dahl Tomasson, sem reyndar á íslenskan afa, kvaddi félagið.

Milos tekur við Malmö

Sænskir fjölmiðlar greina frá því að Milos Milojevic, fyrrverandi þjálfari Víkings R. og Breiðabliks, verði næsti þjálfari Svíþjóðarmeistara Malmö.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.