Auður Perla Svansdóttir er látin Atli Ísleifsson skrifar 13. janúar 2022 07:17 Auður Perla Svansdóttir lengi hjá Actavis en hóf störf hjá Nox Medical árið 2017. Aðsend Auður Perla Svansdóttir, matvælafræðingur og formaður Mótettukórsins, er látin, 52 ára að aldri. Hún lést á Landspítalanum 6. janúar síðastliðinn. Auður Perla fæddist 6. apríl 1969 í Reykjavík, dóttir Svans Þórs Vilhjálmssonar, lögmanns f. 1939 og d. 2009, og Ingunnar Jensdóttur listakonu f. 1941. Í tilkynningu frá fjölskyldu Auðar Perlu segir að hún hafi alist upp í Reykjavík til sjö ára aldurs og gengið þá í Melaskólann. Hún fluttist svo með móður sinni til Hafnar í Hornafirði árið 1979, var í Heppuskóla og lauk grunnskólaprófi 1984. „Þá lagði hún leið sína í Menntaskólann á Laugarvatni, var fyrsti kvenstallarinn þar og varð stúdent árið 1988. Perla lauk BSc gráðu í matvælafræði frá Háskóla Íslands og lagði hún einnig stund á söngnám og útskrifaðist úr Söngskóla Sigurðar Demetz með framhaldspróf í söng árið 2013. Perla starfaði á annan áratug hjá Actavis á gæðarannsóknardeild félagsins og lengst af í stjórnendastöðu. Árið 2017 hóf hún störf hjá Nox Medical og starfaði þar við gæðamál til dauðadags. Perla var mikil söngkona og stundaði kórastarf alla sína ævi. Hún var meðlimur í Kvennakór Reykjavíkur í fjöldamörg ár og kórmeðlimur í Mótettukórnum frá árinu 2008 og síðustu ár gegndi hún einnig stöðu formanns Mótettukórsins. Perla var alltaf virk í öllu félagsstarfi og lætur eftir sig stóra fjölskyldu sem mun sakna hennar mikið. Eftirlifandi eiginmaður Perlu er Kjartan Már Ásmundsson f. 1969 og eftirlifandi börn þeirra eru Kolfinna Kjartansdóttir, háskólanemi í félags- og tómstundafræði f. 1993 í sambúð með Arnari Steini Ólafssyni f. 1986, Karitas Kjartansdóttir, meistaranemi í sálfræði f. 1995 og Eiríkur Friðjón Kjartansson, verkfræðinemi f. 2001. Perla lætur einnig eftir sig sjö systkini sem voru henni öll afar náin,“ segir í tilkynningunni. Andlát Kórar Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira
Auður Perla fæddist 6. apríl 1969 í Reykjavík, dóttir Svans Þórs Vilhjálmssonar, lögmanns f. 1939 og d. 2009, og Ingunnar Jensdóttur listakonu f. 1941. Í tilkynningu frá fjölskyldu Auðar Perlu segir að hún hafi alist upp í Reykjavík til sjö ára aldurs og gengið þá í Melaskólann. Hún fluttist svo með móður sinni til Hafnar í Hornafirði árið 1979, var í Heppuskóla og lauk grunnskólaprófi 1984. „Þá lagði hún leið sína í Menntaskólann á Laugarvatni, var fyrsti kvenstallarinn þar og varð stúdent árið 1988. Perla lauk BSc gráðu í matvælafræði frá Háskóla Íslands og lagði hún einnig stund á söngnám og útskrifaðist úr Söngskóla Sigurðar Demetz með framhaldspróf í söng árið 2013. Perla starfaði á annan áratug hjá Actavis á gæðarannsóknardeild félagsins og lengst af í stjórnendastöðu. Árið 2017 hóf hún störf hjá Nox Medical og starfaði þar við gæðamál til dauðadags. Perla var mikil söngkona og stundaði kórastarf alla sína ævi. Hún var meðlimur í Kvennakór Reykjavíkur í fjöldamörg ár og kórmeðlimur í Mótettukórnum frá árinu 2008 og síðustu ár gegndi hún einnig stöðu formanns Mótettukórsins. Perla var alltaf virk í öllu félagsstarfi og lætur eftir sig stóra fjölskyldu sem mun sakna hennar mikið. Eftirlifandi eiginmaður Perlu er Kjartan Már Ásmundsson f. 1969 og eftirlifandi börn þeirra eru Kolfinna Kjartansdóttir, háskólanemi í félags- og tómstundafræði f. 1993 í sambúð með Arnari Steini Ólafssyni f. 1986, Karitas Kjartansdóttir, meistaranemi í sálfræði f. 1995 og Eiríkur Friðjón Kjartansson, verkfræðinemi f. 2001. Perla lætur einnig eftir sig sjö systkini sem voru henni öll afar náin,“ segir í tilkynningunni.
Andlát Kórar Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira