Hætta við þéttingu byggðar við Bústaðaveg Atli Ísleifsson skrifar 12. janúar 2022 13:49 Áberandi andstaða kom fram við tillögur um uppbyggingu meðfram Bústaðavegi við Grímsbæ í Gallupkönnuninni sem unnin var fyrir Rekjavíkurborg. Reykjavíkurborg Hætt hefur verið við hugmyndir um þéttingu byggðar meðfram Bústaðavegi við Grímsbæ í Reykjavík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg, en viðhorf til vinnutillagna hverfisskipulags Reykjavíkur fyrir Háaleiti-Bústaði voru kortlögð í Gallup könnun og voru niðurstöðurnar kynntar í dag. „Nokkur meirihluti er andvígur ýmsum vinnutillögum hverfisskipulags í Háaleiti-Bústöðum sem hafa verið í kynningu frá því í október. Áberandi andstaða kom fram við tillögur um uppbyggingu meðfram Bústaðavegi við Grímsbæ og við Miklubraut og Háaleitisbraut og verður þétting við Bústaðaveg lögð til hliðar. Góður stuðningur var hinsvegar við ýmsar aðrar tillögur hverfisskipulagsins, s.s. um grænar áherslur við hitaveitustokk, vistlok yfir Kringlumýrarbraut og heimildir til byggingu aukahæðar á fjölbýlishús.“ Andstaða meðal íbúa Í bókun meirihlutans í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkurborgar eftir kynningu á könnuninni í dag er umræðunni sem hafi átt sér stað um vinnutillögur að hverfisskipulagi Háaleitis og Bústaða fagnað. „Ljóst er að tillögur að þéttingu byggðar meðfram Bústaðavegi við Grímsbæ hafa mætt andstöðu meðal margra íbúa í hverfinu. Mikilvægt er að hlusta á þessar raddir íbúa og réttast er að leggja þessar hugmyndir um þéttingu við Bústaðaveg til hliðar og leita annarra lausna sem byggja á breiðari sátt og draga úr umferðarhraða, bæta hljóðvist og tryggja öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda á svæðinu eins og kallað hefur verið eftir,“ segir í bókuninni. Unnið að nýjum tillögum Lagt er til að unnið verði úr athugasemdum og niðurstöðum Gallup könnunar og netsamráðs með áherslu á að skoða umdeild atriði. Sérstök áhersla verði á afmarkað þróunarsvæði á Bústaðavegi við Grímsbæ. Stefnt er að því að kynna nýjar tillögur sem fyrst. Þegar spurt var um hugmyndir um uppbyggingu meðfram Bústaðavegi við Grímsbæ var rúmur helmingur svarenda andvígur hugmyndunum, eða 58 prósent, og um þriðjungur hlynntur. „Sama var uppi á teningnum þegar spurt var um tillögur að uppbyggingu meðfram Miklubraut og Háaleitisbraut en rétt um helmingur var andvígur hugmyndunum en 35% hlynnt. Meirihluti sagðist þó hlynntur uppbyggingu við Miklubraut og Háaleitisbraut ef Miklabraut væri sett í stokk undir Háaleitið. Fjölbýlishús - nýbyggingar, aukahæðir og lyftuhús Í könnuninni var spurt um viðhorf til hugmynda sem kynntar höfðu verið í vinnutillögum hverfisskipulagsins um að heimila nýbyggingar á stórum og lítið nýttum fjölbýlishúsalóðum á nokkrum stöðum í borgarhlutanum. Nánast jafnt hlutfall svarenda var hlynnt hugmyndunum og andvígt, þ.e. 38,5% hlynnt en 39% andvíg. Þá voru 45% hlynnt því að húsfélögum lyftulausra fjölbýlishúsa yrði heimilt að byggja aukahæð ofan á húsin og koma fyrir lyftu til að bæta aðgengi. 30% voru andvíg. Grænar áherslur Spurt var um viðhorf til grænna áherslna í vinnutillögunum, þ.e. um uppbyggingu grænna dvalarsvæða meðfram hitaveitustokknum og lagfæringu hans sem gönguleiðar. Í vinnutillögum hverfisskipulags er jafnframt lagt til að stokkurinn verði hverfisverndaður sem borgarminjar. Mikill stuðningur var við þessar tillögur, eða um 81% en einungis um 5% andvíg. Svipaða sögu er að segja um stuðning við tillögur um vistlok (gróðurbrú) yfir Kringlumýrarbraut við Veðurstofuhæð en 71% sagðist hlynnt hugmyndunum en 11% andvíg. Vistlok á þessum stað myndi búa til græna tengingu á milli hverfanna sitthvoru megin við Kringlumýrarbraut, bæta göngu- og hjólatengingar og draga úr ónæði frá þungri umferð,“ segir í tilkynningu á vef bborgarinnar. Nánar má lesa um málið af vef Reykjavíkurborgar. Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Tengdar fréttir Netsamráð um vinnutillögur við Bústaðaveg og Miklubraut Líflegar umræður hafa verið verið um vinnutillögur hverfisskipulags Háaleitis og Bústaða sem hafin var kynning á nýlega. Ekki síst um tillögur að uppbyggingu við gatnamót Miklubautar-Háaleitisbrautar og meðfram Bústaðavegi við Grímsbæ. 1. desember 2021 17:00 Telur að róttækar breytingar við Bústaðaveg myndu stórbæta hverfið Róttækar breytingar á Bústaða- og Háaleitishverfi eru boðaðar með tillögum að nýju hverfisskipulagi. Skiptar skoðanir eru um tillögurnar en formaður íbúaráðs er þó viss um að þær myndu stórbæta hverfið. 18. október 2021 19:00 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg, en viðhorf til vinnutillagna hverfisskipulags Reykjavíkur fyrir Háaleiti-Bústaði voru kortlögð í Gallup könnun og voru niðurstöðurnar kynntar í dag. „Nokkur meirihluti er andvígur ýmsum vinnutillögum hverfisskipulags í Háaleiti-Bústöðum sem hafa verið í kynningu frá því í október. Áberandi andstaða kom fram við tillögur um uppbyggingu meðfram Bústaðavegi við Grímsbæ og við Miklubraut og Háaleitisbraut og verður þétting við Bústaðaveg lögð til hliðar. Góður stuðningur var hinsvegar við ýmsar aðrar tillögur hverfisskipulagsins, s.s. um grænar áherslur við hitaveitustokk, vistlok yfir Kringlumýrarbraut og heimildir til byggingu aukahæðar á fjölbýlishús.“ Andstaða meðal íbúa Í bókun meirihlutans í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkurborgar eftir kynningu á könnuninni í dag er umræðunni sem hafi átt sér stað um vinnutillögur að hverfisskipulagi Háaleitis og Bústaða fagnað. „Ljóst er að tillögur að þéttingu byggðar meðfram Bústaðavegi við Grímsbæ hafa mætt andstöðu meðal margra íbúa í hverfinu. Mikilvægt er að hlusta á þessar raddir íbúa og réttast er að leggja þessar hugmyndir um þéttingu við Bústaðaveg til hliðar og leita annarra lausna sem byggja á breiðari sátt og draga úr umferðarhraða, bæta hljóðvist og tryggja öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda á svæðinu eins og kallað hefur verið eftir,“ segir í bókuninni. Unnið að nýjum tillögum Lagt er til að unnið verði úr athugasemdum og niðurstöðum Gallup könnunar og netsamráðs með áherslu á að skoða umdeild atriði. Sérstök áhersla verði á afmarkað þróunarsvæði á Bústaðavegi við Grímsbæ. Stefnt er að því að kynna nýjar tillögur sem fyrst. Þegar spurt var um hugmyndir um uppbyggingu meðfram Bústaðavegi við Grímsbæ var rúmur helmingur svarenda andvígur hugmyndunum, eða 58 prósent, og um þriðjungur hlynntur. „Sama var uppi á teningnum þegar spurt var um tillögur að uppbyggingu meðfram Miklubraut og Háaleitisbraut en rétt um helmingur var andvígur hugmyndunum en 35% hlynnt. Meirihluti sagðist þó hlynntur uppbyggingu við Miklubraut og Háaleitisbraut ef Miklabraut væri sett í stokk undir Háaleitið. Fjölbýlishús - nýbyggingar, aukahæðir og lyftuhús Í könnuninni var spurt um viðhorf til hugmynda sem kynntar höfðu verið í vinnutillögum hverfisskipulagsins um að heimila nýbyggingar á stórum og lítið nýttum fjölbýlishúsalóðum á nokkrum stöðum í borgarhlutanum. Nánast jafnt hlutfall svarenda var hlynnt hugmyndunum og andvígt, þ.e. 38,5% hlynnt en 39% andvíg. Þá voru 45% hlynnt því að húsfélögum lyftulausra fjölbýlishúsa yrði heimilt að byggja aukahæð ofan á húsin og koma fyrir lyftu til að bæta aðgengi. 30% voru andvíg. Grænar áherslur Spurt var um viðhorf til grænna áherslna í vinnutillögunum, þ.e. um uppbyggingu grænna dvalarsvæða meðfram hitaveitustokknum og lagfæringu hans sem gönguleiðar. Í vinnutillögum hverfisskipulags er jafnframt lagt til að stokkurinn verði hverfisverndaður sem borgarminjar. Mikill stuðningur var við þessar tillögur, eða um 81% en einungis um 5% andvíg. Svipaða sögu er að segja um stuðning við tillögur um vistlok (gróðurbrú) yfir Kringlumýrarbraut við Veðurstofuhæð en 71% sagðist hlynnt hugmyndunum en 11% andvíg. Vistlok á þessum stað myndi búa til græna tengingu á milli hverfanna sitthvoru megin við Kringlumýrarbraut, bæta göngu- og hjólatengingar og draga úr ónæði frá þungri umferð,“ segir í tilkynningu á vef bborgarinnar. Nánar má lesa um málið af vef Reykjavíkurborgar.
Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Tengdar fréttir Netsamráð um vinnutillögur við Bústaðaveg og Miklubraut Líflegar umræður hafa verið verið um vinnutillögur hverfisskipulags Háaleitis og Bústaða sem hafin var kynning á nýlega. Ekki síst um tillögur að uppbyggingu við gatnamót Miklubautar-Háaleitisbrautar og meðfram Bústaðavegi við Grímsbæ. 1. desember 2021 17:00 Telur að róttækar breytingar við Bústaðaveg myndu stórbæta hverfið Róttækar breytingar á Bústaða- og Háaleitishverfi eru boðaðar með tillögum að nýju hverfisskipulagi. Skiptar skoðanir eru um tillögurnar en formaður íbúaráðs er þó viss um að þær myndu stórbæta hverfið. 18. október 2021 19:00 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Sjá meira
Netsamráð um vinnutillögur við Bústaðaveg og Miklubraut Líflegar umræður hafa verið verið um vinnutillögur hverfisskipulags Háaleitis og Bústaða sem hafin var kynning á nýlega. Ekki síst um tillögur að uppbyggingu við gatnamót Miklubautar-Háaleitisbrautar og meðfram Bústaðavegi við Grímsbæ. 1. desember 2021 17:00
Telur að róttækar breytingar við Bústaðaveg myndu stórbæta hverfið Róttækar breytingar á Bústaða- og Háaleitishverfi eru boðaðar með tillögum að nýju hverfisskipulagi. Skiptar skoðanir eru um tillögurnar en formaður íbúaráðs er þó viss um að þær myndu stórbæta hverfið. 18. október 2021 19:00