Innlent

Skjálfti í Vatnajökulsþjóðgarði

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Í Vatnajökulsþjóðgarði.
Í Vatnajökulsþjóðgarði. Vísir/Vilhelm

Enn einn jarðskjálftinn reið yfir í morgun, að þessu sinni var um að ræða skjálfta upp á 3,1 stig sem átti upptök sín um sex kílómetrum vest- suðvestur af Dreka í Vatnajökulsþjóðgarði.

Skjálftinn reið yfir klukkan hálf fimm. 

Í gærmorgun kom jafnstór skjálfti sem átti sín upptök um átján kílómetra suðvestur af Húsafelli og fannst sá vel á því svæði. Nokkur virkni hefur verið á því svæði frá áramótum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×