Innlent

Líkamsárás og eignaspjöll á bifreiðum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögreglu barst tilkynning um líkamsárás í gær og tvær um eignaspjöll á bifreiðum.
Lögreglu barst tilkynning um líkamsárás í gær og tvær um eignaspjöll á bifreiðum. Vísir/Vilhelm

Nóttin virðist hafa verið fremur róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ein tilkynning barst um líkamsárás og var gerandinn handtekinn á vettvangi. Þá bárust tvær tilkynningar um eignaspjöll á bifreiðum og bæði mál eru í rannsókn hjá lögreglu.

Lögreglu barst einnig tilkynning um grunsamlegar mannaferðir, nánar tiltekið um tvo menn sem voru sagðir vera að reyna að opna bifreiðar en án árangurs. Þeir voru hins vegar farnir á brott þegar lögreglu bar að.

Þá bárust einnig tvær tilkynningar um hávaða í heimahúsum og í að minnsta kosti öðru tilvikuna mætti lögregla á vettvang og bað húsráðendur um að lækka.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.