Spítalinn þoli ekki tvo daga í viðbót í óbreyttu ástandi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 11. janúar 2022 19:56 Hildur Helgadóttir er verkefnastjóri farsóttanefndar Landspítala. vísir/sigurjón Sóttvarnalæknir segir að óbreyttu stefna í algjört neyðarástand í heilbrigðiskerfinu. Búast megi við yfir þúsund smitum á dag út mánuðinn sem Landspítalinn segist engan veginn ráða við. Stjórnvöld framlengdu samkomutakmarkanir um þrjár vikur í dag. „Ég held að það sé ekkert launungarmál að við á Landspítalanum hefðum viljað sjá hertar aðgerðir. Við hefðum viljað sjá meiri takmarkanir,“ segir Hildur Helgadóttir, verkefnastjóri farsóttanefndar Landspítala. „Við þolum ekki fleiri daga af þúsund til tólf, þrettán hundruð smitum. Það er alveg ljóst. Þannig að ef að sú þróun heldur áfram næstu tvo daga þá munum við held ég berja enn fastar á dyrnar,“ segir Hildur. Í minnisblaði sóttvarnalæknis sem hann skilaði til heilbrigðisráðherra í gær varar hann við því að við óbreyttar takmarkanir geri allar spár ráð fyrir þúsund smituðum á dag út janúarmánuð. Hún hafi þó skilið stjórnvöld þannig að þau séu tilbúin til að herða ef næstu dagar sýni þörfina á því. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra sagði einmitt eftir ríkisstjórnarfund í morgun að það þyrði fylgst vel með þróuninni á næstu dögum. Búin að vara stjórnvöld við Landspítalinn hefur verið starfandi á neyðarstigi í tvær vikur í dag. En hvað þarf að gerast til að spítalinn segi stjórnvöldum að nú verði að grípa í taumana? „Við erum í raun og veru búin að segja það að það þurfi að gera það núna. En við skiljum alveg að fólk vilji aðeins sjá smitin, hvernig daglegu smitin eru, þau voru lægri um helgina. Þau eru aftur hærri núna,“ segir Hildur. Spítalinn þegar sprunginn Nú verði fólk að taka höndum saman til að forða heilbrigðiskerfinu frá falli og taka minni áhættu í sínu daglega lífi til að minnka álag á bráðamóttökuna og spítalann í heild sinni. „Að sumu leyti er þetta sprungið nú þegar þegar ekki er hægt að sinna þeim lögbundnu verkefnum sem spítalinn á að sinna. Það sem er held ég svo mikilvægt er að fólk taki höndum saman að verja heilbrigðiskrefið sitt og bara hafi sig algjörlega hægt. Ef allir kæla sig niður,“ segir Hildur. Þannig ætti fólk að fara að taka núverandi bylgju eins alvarlega og fyrri bylgjum faraldursins. „Ef að hver og einn lítur í eigin barm og dregur sig aðeins í hlé þá komumst við í gegn um þetta.“ Þannig minna fyllerí og ferðalög? „Já, minna fyllerí og ferðalög, takk.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Ég held að það sé ekkert launungarmál að við á Landspítalanum hefðum viljað sjá hertar aðgerðir. Við hefðum viljað sjá meiri takmarkanir,“ segir Hildur Helgadóttir, verkefnastjóri farsóttanefndar Landspítala. „Við þolum ekki fleiri daga af þúsund til tólf, þrettán hundruð smitum. Það er alveg ljóst. Þannig að ef að sú þróun heldur áfram næstu tvo daga þá munum við held ég berja enn fastar á dyrnar,“ segir Hildur. Í minnisblaði sóttvarnalæknis sem hann skilaði til heilbrigðisráðherra í gær varar hann við því að við óbreyttar takmarkanir geri allar spár ráð fyrir þúsund smituðum á dag út janúarmánuð. Hún hafi þó skilið stjórnvöld þannig að þau séu tilbúin til að herða ef næstu dagar sýni þörfina á því. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra sagði einmitt eftir ríkisstjórnarfund í morgun að það þyrði fylgst vel með þróuninni á næstu dögum. Búin að vara stjórnvöld við Landspítalinn hefur verið starfandi á neyðarstigi í tvær vikur í dag. En hvað þarf að gerast til að spítalinn segi stjórnvöldum að nú verði að grípa í taumana? „Við erum í raun og veru búin að segja það að það þurfi að gera það núna. En við skiljum alveg að fólk vilji aðeins sjá smitin, hvernig daglegu smitin eru, þau voru lægri um helgina. Þau eru aftur hærri núna,“ segir Hildur. Spítalinn þegar sprunginn Nú verði fólk að taka höndum saman til að forða heilbrigðiskerfinu frá falli og taka minni áhættu í sínu daglega lífi til að minnka álag á bráðamóttökuna og spítalann í heild sinni. „Að sumu leyti er þetta sprungið nú þegar þegar ekki er hægt að sinna þeim lögbundnu verkefnum sem spítalinn á að sinna. Það sem er held ég svo mikilvægt er að fólk taki höndum saman að verja heilbrigðiskrefið sitt og bara hafi sig algjörlega hægt. Ef allir kæla sig niður,“ segir Hildur. Þannig ætti fólk að fara að taka núverandi bylgju eins alvarlega og fyrri bylgjum faraldursins. „Ef að hver og einn lítur í eigin barm og dregur sig aðeins í hlé þá komumst við í gegn um þetta.“ Þannig minna fyllerí og ferðalög? „Já, minna fyllerí og ferðalög, takk.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði