Inniliggjandi með Covid-19 hefur fjölgað um tvo milli daga.Vísir/Vilhelm
39 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19 og hefur þeim fjölgað um tvo síðan í gær. Sjö eru á gjörgæslu líkt og í gær og af þeim eru fjórir í öndunarvél. Eitt barn á fyrsta ári liggur inni vegna Covid-19.
Þetta kemur fram á vef Landspítalans. 8.521 sjúklingyr eru í Covid- göngudeild spítalans, þar af 2.530 börn. Í gær voru 8.593 sjúklingar í Covid- göngudeild og þar af 2.354 börn.
183 starfsmenn Landspítalans eru í einangrun og fjölgar milli daga, en í gær voru þeir 169.
Af þeim 39 sem eru innilliggjandi með Covid-19 eru 27 bólusettur og tólf óbólusettir. Af þeim sjö sem eru á gjörgæslu er fimm óbólusettir og tveir bólusettir.
Einstaklingur lést af völdum Covid-19 í gær. Frá þessu greindi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Björn Inga Hrafnsson sem sýnt var frá á Facebook-síðu Viljans.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.