Willum kominn með minnisblaðið frá Þórólfi sem verður tekið fyrir á morgun Fanndís Birna Logadóttir skrifar 10. janúar 2022 18:11 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sent tillögur sínar á heilbrigðisráðherra en hann segir ekki rými fyrir tilslökunum. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir hefur nú skilað minnisblaði til heilbrigðisráðherra með tillögum að sóttvarnaráðstöfunum innanlands en núgildandi reglugerð rennur út á miðvikudag. Ríkisstjórnin mun fara yfir tillögur Þórólfs á fundi sínum á morgun. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur nú fengið minnisblað um aðgerðir innanlands frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni en þetta staðfestir aðstoðarmaður Willums í samtali við fréttastofu. Willum mun fara með minnisblaðið fyrir ríkisstjórn á morgun en mun ekki ræða það fyrr en að fundi þeirra lýkur. Sjálfur vill Þórólfur ekki gefa það upp hvort hann muni leggja til hertar aðgerðir. „Það verður bara að koma í ljós eins og ég hef alltaf sagt og hef ekkert verið að tala um að neitt sérstaklega fyrir fram, en ég get þó sagt það að ég sé ekki neitt í spilunum sem muni kalla á það að við getum farið að aflétta, það er kannski það eina sem ég get sagt á þessari stundu,” segir Þórólfur. Þórólfur segir að um þessar mundir sé staðan frekar stöðug en um þúsund manns eru nú að greinast daglega. 926 greindust innanlands í gær og 170 á landamærunum en Þórólfur bendir á að tölurnar séu oft lægri um helgar og því þurfi að koma í ljós hverjar tölurnar verða í dag og á morgun. „Við erum á nokkuð stöðugu róli myndi ég segja, vonandi er þetta eitthvað að fara niður en við þurfum bara að sjá til með það. Kannski getum við vænst til þess að við séum búin að ná toppnum en núna viljum við sjá þetta fara niður þanig að alvarlegum veikindum, þeim fari að fækka líka,” segir Þórólfur. Óþæginleg spá í samfélaginu og á spítalanum Spár gera ráð fyrir að um þúsund greinist innanlands daglega og ef þær ganga eftir má gera ráð fyrir að í lok mánaðarins verði um 20 á gjörgæsludeild, og svo allt að 70 manns inniliggjandi á spítalanum, þar fyrir utan. „Þetta er svona frekar óþægileg spá og ef hún gengur eftir þá getur það verið mjög þungt fyrir heilbrigðiskerfið og spítalakerfið sérstaklega,” segir Þórólfur en neyðarstig er nú í gildi á Landspítala og stendur til að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna vegan faraldursins á morgun. Þórólfur segir því mikilvægt að ná smituðum í samfélaginu niður. „Ég vona svo sannarlega að það fari að gerast en ég held að það sé rétt að hafa það í huga að þessar takmarkanir sem að hafa verið í gangi hafa verið að skila því að faraldurinn hefur ekki farið hærra en raun ber vitni og ef við værum ekki með þessar aðgerðir í gangi þá værum við örugglega að sjá fleiri samfélagsleg smit og fleiri smit inn á spítalann,” segir Þórólfur. Aðspurður um hvort það hefði þurft að grípa til enn harðari aðgerða þegar síðasta reglugerð tók gildi fyrir þremur vikum segir Þórólfur það alltaf auðvelt að vera vitur eftir á. „Ég held að hefðum við gripið til hertra aðgerða þá og haldið því til streitu þá hefðum við vafalaust séð meiri árangur í smitunum en þá hefðum við bara séð önnur vandamál sem kæmu þá af þessum hertu aðgerðum, það er það sem stjórnvöld eru alltaf að horfa til og þarf að skoða í svona stærra samhengi,” segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Taka sýni úr um þúsund manns til að kanna útbreiðsluna Íslensk erfðagreining mun í vikunni fara af stað með rannsókn þar sem raunveruleg útbreiðsla kórónuveirunnar verður könnuð. Um þúsund manns munu fá boð til að taka þátt og munu niðurstöðurnar nýtast sóttvarnalækni til að skipuleggja viðbrögð við Covid-19. 10. janúar 2022 16:31 Birta ítarlegri upplýsingar: Greina á milli „vegna Covid“ og „með Covid“ Landspítalinn hefur í fyrsta skipti gefið út yfirlit yfir inniliggjandi sjúklinga með Covid-19 með upplýsingum um hvernig þeir eru flokkaðir eftir veiruafbrigði, bólusetningastöðu og því hvort ástæða innlagnar er Covid-19, hvort sjúklingar eru með Covid-19 eða hvort óvíst er um orsakasamhengi. 10. janúar 2022 13:43 „Ég held að Ragnar sé ekki á réttri leið með þessar vangaveltur“ „Ég held að Ragnar sé ekki á réttri leið með þessar vangaveltur, því miður. Hann hugsar dæmið ekki alveg til enda. Ef við hættum að taka þessi sýni úti í bæ, þá vitum við ekki hver er smitaður og hver ekki. Þá getum við ekki lengur beitt þessari sóttkví og einangrun sem þó er að halda í horfinu og að tempra útbreiðslu smitsins.“ 10. janúar 2022 08:18 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Aukin jaðarsetning geti haft áhrif á afbrotahegðun Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Sjá meira
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur nú fengið minnisblað um aðgerðir innanlands frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni en þetta staðfestir aðstoðarmaður Willums í samtali við fréttastofu. Willum mun fara með minnisblaðið fyrir ríkisstjórn á morgun en mun ekki ræða það fyrr en að fundi þeirra lýkur. Sjálfur vill Þórólfur ekki gefa það upp hvort hann muni leggja til hertar aðgerðir. „Það verður bara að koma í ljós eins og ég hef alltaf sagt og hef ekkert verið að tala um að neitt sérstaklega fyrir fram, en ég get þó sagt það að ég sé ekki neitt í spilunum sem muni kalla á það að við getum farið að aflétta, það er kannski það eina sem ég get sagt á þessari stundu,” segir Þórólfur. Þórólfur segir að um þessar mundir sé staðan frekar stöðug en um þúsund manns eru nú að greinast daglega. 926 greindust innanlands í gær og 170 á landamærunum en Þórólfur bendir á að tölurnar séu oft lægri um helgar og því þurfi að koma í ljós hverjar tölurnar verða í dag og á morgun. „Við erum á nokkuð stöðugu róli myndi ég segja, vonandi er þetta eitthvað að fara niður en við þurfum bara að sjá til með það. Kannski getum við vænst til þess að við séum búin að ná toppnum en núna viljum við sjá þetta fara niður þanig að alvarlegum veikindum, þeim fari að fækka líka,” segir Þórólfur. Óþæginleg spá í samfélaginu og á spítalanum Spár gera ráð fyrir að um þúsund greinist innanlands daglega og ef þær ganga eftir má gera ráð fyrir að í lok mánaðarins verði um 20 á gjörgæsludeild, og svo allt að 70 manns inniliggjandi á spítalanum, þar fyrir utan. „Þetta er svona frekar óþægileg spá og ef hún gengur eftir þá getur það verið mjög þungt fyrir heilbrigðiskerfið og spítalakerfið sérstaklega,” segir Þórólfur en neyðarstig er nú í gildi á Landspítala og stendur til að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna vegan faraldursins á morgun. Þórólfur segir því mikilvægt að ná smituðum í samfélaginu niður. „Ég vona svo sannarlega að það fari að gerast en ég held að það sé rétt að hafa það í huga að þessar takmarkanir sem að hafa verið í gangi hafa verið að skila því að faraldurinn hefur ekki farið hærra en raun ber vitni og ef við værum ekki með þessar aðgerðir í gangi þá værum við örugglega að sjá fleiri samfélagsleg smit og fleiri smit inn á spítalann,” segir Þórólfur. Aðspurður um hvort það hefði þurft að grípa til enn harðari aðgerða þegar síðasta reglugerð tók gildi fyrir þremur vikum segir Þórólfur það alltaf auðvelt að vera vitur eftir á. „Ég held að hefðum við gripið til hertra aðgerða þá og haldið því til streitu þá hefðum við vafalaust séð meiri árangur í smitunum en þá hefðum við bara séð önnur vandamál sem kæmu þá af þessum hertu aðgerðum, það er það sem stjórnvöld eru alltaf að horfa til og þarf að skoða í svona stærra samhengi,” segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Taka sýni úr um þúsund manns til að kanna útbreiðsluna Íslensk erfðagreining mun í vikunni fara af stað með rannsókn þar sem raunveruleg útbreiðsla kórónuveirunnar verður könnuð. Um þúsund manns munu fá boð til að taka þátt og munu niðurstöðurnar nýtast sóttvarnalækni til að skipuleggja viðbrögð við Covid-19. 10. janúar 2022 16:31 Birta ítarlegri upplýsingar: Greina á milli „vegna Covid“ og „með Covid“ Landspítalinn hefur í fyrsta skipti gefið út yfirlit yfir inniliggjandi sjúklinga með Covid-19 með upplýsingum um hvernig þeir eru flokkaðir eftir veiruafbrigði, bólusetningastöðu og því hvort ástæða innlagnar er Covid-19, hvort sjúklingar eru með Covid-19 eða hvort óvíst er um orsakasamhengi. 10. janúar 2022 13:43 „Ég held að Ragnar sé ekki á réttri leið með þessar vangaveltur“ „Ég held að Ragnar sé ekki á réttri leið með þessar vangaveltur, því miður. Hann hugsar dæmið ekki alveg til enda. Ef við hættum að taka þessi sýni úti í bæ, þá vitum við ekki hver er smitaður og hver ekki. Þá getum við ekki lengur beitt þessari sóttkví og einangrun sem þó er að halda í horfinu og að tempra útbreiðslu smitsins.“ 10. janúar 2022 08:18 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Aukin jaðarsetning geti haft áhrif á afbrotahegðun Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Sjá meira
Taka sýni úr um þúsund manns til að kanna útbreiðsluna Íslensk erfðagreining mun í vikunni fara af stað með rannsókn þar sem raunveruleg útbreiðsla kórónuveirunnar verður könnuð. Um þúsund manns munu fá boð til að taka þátt og munu niðurstöðurnar nýtast sóttvarnalækni til að skipuleggja viðbrögð við Covid-19. 10. janúar 2022 16:31
Birta ítarlegri upplýsingar: Greina á milli „vegna Covid“ og „með Covid“ Landspítalinn hefur í fyrsta skipti gefið út yfirlit yfir inniliggjandi sjúklinga með Covid-19 með upplýsingum um hvernig þeir eru flokkaðir eftir veiruafbrigði, bólusetningastöðu og því hvort ástæða innlagnar er Covid-19, hvort sjúklingar eru með Covid-19 eða hvort óvíst er um orsakasamhengi. 10. janúar 2022 13:43
„Ég held að Ragnar sé ekki á réttri leið með þessar vangaveltur“ „Ég held að Ragnar sé ekki á réttri leið með þessar vangaveltur, því miður. Hann hugsar dæmið ekki alveg til enda. Ef við hættum að taka þessi sýni úti í bæ, þá vitum við ekki hver er smitaður og hver ekki. Þá getum við ekki lengur beitt þessari sóttkví og einangrun sem þó er að halda í horfinu og að tempra útbreiðslu smitsins.“ 10. janúar 2022 08:18