Innlent

Birta ítar­legri upp­lýsingar: Greina á milli „vegna Co­vid“ og „með Co­vid“

Atli Ísleifsson skrifar
8.593 eru í fjarþjónustu á Covid-19 göngudeild og þar af 2.354 börn.
8.593 eru í fjarþjónustu á Covid-19 göngudeild og þar af 2.354 börn. Vísir/Vilhelm

Landspítalinn hefur í fyrsta skipti gefið út yfirlit yfir inniliggjandi sjúklinga með Covid-19 með upplýsingum um hvernig þeir eru flokkaðir eftir veiruafbrigði, bólusetningastöðu og því hvort ástæða innlagnar er Covid-19, hvort sjúklingar eru með Covid-19 eða hvort óvíst er um orsakasamhengi.

37 sjúklingar eru inniliggjandi á Landspítalanum með Covid-19. Á vef Landspítalans segir að 29 þeirra séu inniliggjandi vegna Covid-19-veikinda og fimm sjúklingar til viðbótar séu með Covid-19. Óvíst er um orsakasamhengi í tilviki þriggja sjúklinga.

Af þeim 29 sem eru inniliggjandi vegna Covid-19 eru ellefu með deltaabrigðið, tíu með ómíkronafbrigðið og er raðgreining veiruafbrigðis í vinnslu í tilviki átta.

Af þeim fimm sjúklingum sem eru inniliggjandi og eru með Covid-19 er einn með deltaafbrigðið, þrír ómíkronafbrigðið og raðgreiningar beðið í tilviki eins.

Landspítalinn mun framvegis birta sambærileg yfirlit á vef sínum á fimmtudögum. 

Sjá má yfirlitið að neðan, en athugið að „blank“ þýðir að raðgreining veiruafbrigðis er í vinnslu.


Tengdar fréttir

„Með Covid-19“ en ekki lengur „vegna Covid-19“

Landspítalinn uppfærði í dag orðalag sitt í daglegum tilkynningum um stöðuna á spítalanum. Áður kom þar fram hve margir sjúklingar lægju inni „vegna“ Covid-19 en í dag var orðalaginu breytt í „með“ Covid-19. Tvö börn liggja inni á barnadeild Landspítalans með Covid-19.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.