Reyna að létta stemmninguna fyrir börnin Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 10. janúar 2022 13:34 Bræður voru bólusettir. vísir/vilhelm Límmiðar, sápukúlur og leikatriði eru notuð til að reyna að létta stemmninguna við bólusetningar barna á höfuðborgarsvæðinu sem hófust með skipulegum hætti í hádeginu í dag. Allt hefur gengið vel fyrir sig þar en talsvert meiri tími fer í að bólusetja börn en fullorðna. „Já, þetta er náttúrulega töluvert ólíkt. Börnin geta náttúrulega verið kvíðin og hrædd, eins og gengur og gerist, þannig að þetta getur tekið á. Við þurfum að gefa þeim miklu lengri tíma allavega,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, hjá heilsugæslunni. Börnin voru misspennt fyrir sprautunni en dagurinn fór vel af stað.vísir/vilhelm Og ræningjarnir Kasper, Jesper og Jónatan úr Kardemommubæ Þjóðleikhússins voru niðri í Laugardalshöll í morgun til að skemmta krökkunum og óhætt að segja að það hafi vakið lukku gesta. Dagurinn hafi farið vel af stað en það eru um 1.600 börn samtals í þeim tólf skólum sem á að bólusetja í dag. Heilsugæslan gerir þó alls ekki ráð fyrir að svo margir mæti; mörg börn hafi þegar fengið Covid nýlega, séu í einangrun eða sóttkví eða muni ekki þiggja bólusetningu. Þá gerði mikil aðsókn fullorðinna í örvunarskammt fyrir hádegi heilsugæslunni erfiðara fyrir. Ræningjarnir þrír tóku nokkur lög fyrir börnin, enda fyrrverandi tónlistarmenn.vísir/vilhelm „Já, þetta var miklu meira en við bjuggumst við. Við ákváðum að hafa opið hús hérna milli 10 og 12 fyrir fullorðna sem að væru að koma annað hvort í sína fyrstu sprautu eða örvunarskammt. Við boðuðum samt engan en það er miklu meiri traffík en við áttum von á,“ sagði Ragnheiður Ósk í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hún var þá í þann mund að fara að stöðva þá traffík en klukkan 12 var enn löng röð hjá fullorðnum þegar börnin áttu að fá höllina fyrir sig. Óttuðust mótmæli Vaktin var þó gríðarlega vel mönnuð í dag og lögregla með mikinn viðbúnað á svæðinu enda var óttast að mótmælendur myndu láta sjá sig fyrir utan höllina í dag. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir segir erfiðara að bólusetja börn en fullorðna. Stöð 2/Sigurjón Það hafa þeir hins vegar ekki gert enn. „Við erum öll með meiri viðveru í dag. Þetta er sá hópur sem við viljum standa okkur sérstaklega vel fyrir. Þannig það er svona ástæðan fyrir mönnuninni, við ætlum öll að gera okkar besta,“ segir Ragnheiður Ósk. „Þetta fer vel af stað. Það eru töluvert margir krakkar búnir að koma hérna í morgun og taka forskot á sæluna. Það hefur gengið mjög vel og við teljum okkur vera ansi vel mönnuð með því að færa þetta og vera öll saman hér. Þannig mér sýnist þetta vera að fara vel af stað.“ Bólusett verður alla vikuna í Laugardalshöll en víða um land hófst bólusetning barna á þessum aldri í síðustu viku. Bólusetningar Börn og uppeldi Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sjá meira
„Já, þetta er náttúrulega töluvert ólíkt. Börnin geta náttúrulega verið kvíðin og hrædd, eins og gengur og gerist, þannig að þetta getur tekið á. Við þurfum að gefa þeim miklu lengri tíma allavega,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, hjá heilsugæslunni. Börnin voru misspennt fyrir sprautunni en dagurinn fór vel af stað.vísir/vilhelm Og ræningjarnir Kasper, Jesper og Jónatan úr Kardemommubæ Þjóðleikhússins voru niðri í Laugardalshöll í morgun til að skemmta krökkunum og óhætt að segja að það hafi vakið lukku gesta. Dagurinn hafi farið vel af stað en það eru um 1.600 börn samtals í þeim tólf skólum sem á að bólusetja í dag. Heilsugæslan gerir þó alls ekki ráð fyrir að svo margir mæti; mörg börn hafi þegar fengið Covid nýlega, séu í einangrun eða sóttkví eða muni ekki þiggja bólusetningu. Þá gerði mikil aðsókn fullorðinna í örvunarskammt fyrir hádegi heilsugæslunni erfiðara fyrir. Ræningjarnir þrír tóku nokkur lög fyrir börnin, enda fyrrverandi tónlistarmenn.vísir/vilhelm „Já, þetta var miklu meira en við bjuggumst við. Við ákváðum að hafa opið hús hérna milli 10 og 12 fyrir fullorðna sem að væru að koma annað hvort í sína fyrstu sprautu eða örvunarskammt. Við boðuðum samt engan en það er miklu meiri traffík en við áttum von á,“ sagði Ragnheiður Ósk í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hún var þá í þann mund að fara að stöðva þá traffík en klukkan 12 var enn löng röð hjá fullorðnum þegar börnin áttu að fá höllina fyrir sig. Óttuðust mótmæli Vaktin var þó gríðarlega vel mönnuð í dag og lögregla með mikinn viðbúnað á svæðinu enda var óttast að mótmælendur myndu láta sjá sig fyrir utan höllina í dag. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir segir erfiðara að bólusetja börn en fullorðna. Stöð 2/Sigurjón Það hafa þeir hins vegar ekki gert enn. „Við erum öll með meiri viðveru í dag. Þetta er sá hópur sem við viljum standa okkur sérstaklega vel fyrir. Þannig það er svona ástæðan fyrir mönnuninni, við ætlum öll að gera okkar besta,“ segir Ragnheiður Ósk. „Þetta fer vel af stað. Það eru töluvert margir krakkar búnir að koma hérna í morgun og taka forskot á sæluna. Það hefur gengið mjög vel og við teljum okkur vera ansi vel mönnuð með því að færa þetta og vera öll saman hér. Þannig mér sýnist þetta vera að fara vel af stað.“ Bólusett verður alla vikuna í Laugardalshöll en víða um land hófst bólusetning barna á þessum aldri í síðustu viku.
Bólusetningar Börn og uppeldi Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sjá meira