Reyna að létta stemmninguna fyrir börnin Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 10. janúar 2022 13:34 Bræður voru bólusettir. vísir/vilhelm Límmiðar, sápukúlur og leikatriði eru notuð til að reyna að létta stemmninguna við bólusetningar barna á höfuðborgarsvæðinu sem hófust með skipulegum hætti í hádeginu í dag. Allt hefur gengið vel fyrir sig þar en talsvert meiri tími fer í að bólusetja börn en fullorðna. „Já, þetta er náttúrulega töluvert ólíkt. Börnin geta náttúrulega verið kvíðin og hrædd, eins og gengur og gerist, þannig að þetta getur tekið á. Við þurfum að gefa þeim miklu lengri tíma allavega,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, hjá heilsugæslunni. Börnin voru misspennt fyrir sprautunni en dagurinn fór vel af stað.vísir/vilhelm Og ræningjarnir Kasper, Jesper og Jónatan úr Kardemommubæ Þjóðleikhússins voru niðri í Laugardalshöll í morgun til að skemmta krökkunum og óhætt að segja að það hafi vakið lukku gesta. Dagurinn hafi farið vel af stað en það eru um 1.600 börn samtals í þeim tólf skólum sem á að bólusetja í dag. Heilsugæslan gerir þó alls ekki ráð fyrir að svo margir mæti; mörg börn hafi þegar fengið Covid nýlega, séu í einangrun eða sóttkví eða muni ekki þiggja bólusetningu. Þá gerði mikil aðsókn fullorðinna í örvunarskammt fyrir hádegi heilsugæslunni erfiðara fyrir. Ræningjarnir þrír tóku nokkur lög fyrir börnin, enda fyrrverandi tónlistarmenn.vísir/vilhelm „Já, þetta var miklu meira en við bjuggumst við. Við ákváðum að hafa opið hús hérna milli 10 og 12 fyrir fullorðna sem að væru að koma annað hvort í sína fyrstu sprautu eða örvunarskammt. Við boðuðum samt engan en það er miklu meiri traffík en við áttum von á,“ sagði Ragnheiður Ósk í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hún var þá í þann mund að fara að stöðva þá traffík en klukkan 12 var enn löng röð hjá fullorðnum þegar börnin áttu að fá höllina fyrir sig. Óttuðust mótmæli Vaktin var þó gríðarlega vel mönnuð í dag og lögregla með mikinn viðbúnað á svæðinu enda var óttast að mótmælendur myndu láta sjá sig fyrir utan höllina í dag. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir segir erfiðara að bólusetja börn en fullorðna. Stöð 2/Sigurjón Það hafa þeir hins vegar ekki gert enn. „Við erum öll með meiri viðveru í dag. Þetta er sá hópur sem við viljum standa okkur sérstaklega vel fyrir. Þannig það er svona ástæðan fyrir mönnuninni, við ætlum öll að gera okkar besta,“ segir Ragnheiður Ósk. „Þetta fer vel af stað. Það eru töluvert margir krakkar búnir að koma hérna í morgun og taka forskot á sæluna. Það hefur gengið mjög vel og við teljum okkur vera ansi vel mönnuð með því að færa þetta og vera öll saman hér. Þannig mér sýnist þetta vera að fara vel af stað.“ Bólusett verður alla vikuna í Laugardalshöll en víða um land hófst bólusetning barna á þessum aldri í síðustu viku. Bólusetningar Börn og uppeldi Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðun Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Sjá meira
„Já, þetta er náttúrulega töluvert ólíkt. Börnin geta náttúrulega verið kvíðin og hrædd, eins og gengur og gerist, þannig að þetta getur tekið á. Við þurfum að gefa þeim miklu lengri tíma allavega,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, hjá heilsugæslunni. Börnin voru misspennt fyrir sprautunni en dagurinn fór vel af stað.vísir/vilhelm Og ræningjarnir Kasper, Jesper og Jónatan úr Kardemommubæ Þjóðleikhússins voru niðri í Laugardalshöll í morgun til að skemmta krökkunum og óhætt að segja að það hafi vakið lukku gesta. Dagurinn hafi farið vel af stað en það eru um 1.600 börn samtals í þeim tólf skólum sem á að bólusetja í dag. Heilsugæslan gerir þó alls ekki ráð fyrir að svo margir mæti; mörg börn hafi þegar fengið Covid nýlega, séu í einangrun eða sóttkví eða muni ekki þiggja bólusetningu. Þá gerði mikil aðsókn fullorðinna í örvunarskammt fyrir hádegi heilsugæslunni erfiðara fyrir. Ræningjarnir þrír tóku nokkur lög fyrir börnin, enda fyrrverandi tónlistarmenn.vísir/vilhelm „Já, þetta var miklu meira en við bjuggumst við. Við ákváðum að hafa opið hús hérna milli 10 og 12 fyrir fullorðna sem að væru að koma annað hvort í sína fyrstu sprautu eða örvunarskammt. Við boðuðum samt engan en það er miklu meiri traffík en við áttum von á,“ sagði Ragnheiður Ósk í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hún var þá í þann mund að fara að stöðva þá traffík en klukkan 12 var enn löng röð hjá fullorðnum þegar börnin áttu að fá höllina fyrir sig. Óttuðust mótmæli Vaktin var þó gríðarlega vel mönnuð í dag og lögregla með mikinn viðbúnað á svæðinu enda var óttast að mótmælendur myndu láta sjá sig fyrir utan höllina í dag. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir segir erfiðara að bólusetja börn en fullorðna. Stöð 2/Sigurjón Það hafa þeir hins vegar ekki gert enn. „Við erum öll með meiri viðveru í dag. Þetta er sá hópur sem við viljum standa okkur sérstaklega vel fyrir. Þannig það er svona ástæðan fyrir mönnuninni, við ætlum öll að gera okkar besta,“ segir Ragnheiður Ósk. „Þetta fer vel af stað. Það eru töluvert margir krakkar búnir að koma hérna í morgun og taka forskot á sæluna. Það hefur gengið mjög vel og við teljum okkur vera ansi vel mönnuð með því að færa þetta og vera öll saman hér. Þannig mér sýnist þetta vera að fara vel af stað.“ Bólusett verður alla vikuna í Laugardalshöll en víða um land hófst bólusetning barna á þessum aldri í síðustu viku.
Bólusetningar Börn og uppeldi Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðun Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent