Innlent

Fjölgar mest í Sið­mennt

Atli Ísleifsson skrifar
Enn fækkar í Þjóðkirkjunni.
Enn fækkar í Þjóðkirkjunni. Vísir/Vilhelm

Frá byrjun desember hefur fjölgun meðlima í trúfélögum verið mest hjá Siðmennt, en þar hefur fjölgað um 649 meðlimi eða 16,1 prósent.

Frá þessu segir á vef Þjóðskrár. Um Þjóðkirkjuna segir að alls hafi 229.167 einstaklingar verið skráðir í Þjóðkirkjuna í gær samkvæmt skráningu. Hafi meðlimum þar fækkað um 550 einstaklinga síðan 1. desember 2020.

„Næst fjölmennasta trúfélag landsins er Kaþólska kirkjan með 14.715 skráða og hefur þeim fjölgað um 64 og hefur fjölgað á áðurnefndu tímabili um 0,4%.

Fjölgað mest í Siðmennt

Frá 1. desember 2020 sl. hefur fjölgunin verið mest í Siðmennt eða um 649 meðlimi eða um 16,1% og í Ásatrúarfélaginu um 441 meðlimi eða um 8,7%.

Mest hlutfallsleg fjölgun var í hjálpræðishernum trúfélagi eða um 37,8% en nú eru 175 meðlimir skráðir í félaginu.

Alls voru 29.221 einstaklingar skráðir utan trú- og lífsskoðunarfélaga eða 7,8% landsmanna,“ segir á vef Þjóðskrár.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×