Innlent

Már og Þór­ólfur ræddu sótt­varna­að­gerðir fyrir vel­ferðar­nefnd

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Már Kristjánsson ræðir sóttvarnaaðgerðir og svarar spurningum á fundi velferðarnefndar í dag.
Már Kristjánsson ræðir sóttvarnaaðgerðir og svarar spurningum á fundi velferðarnefndar í dag. Vísir/Vilhelm

Már Kristjánsson, yfirlæknir Covid-göngudeildar á Landspítalanum, og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir verða gestir á opnum fjarfundi velferðarnefndar klukkan 10 í dag. Efni fundarins er framkvæmd sóttvarnaaðgerða.

Vísir verður í beinni frá fundinum og fylgst með gangi mála í textalýsingu í Vaktinni að neðan.

Velferðarnefnd er ein af fastanefndum Alþingis og fjallar um sjúkra- og lífeyristryggingar, félagsþjónustu, málefni barna, málefni aldraðra og málefni fatlaðra, húsnæðismál, vinnumarkaðsmál og heilbrigðisþjónustu.

Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknar, er formaður nefndarinnar. Aðrir nefndarmenn eru Oddný G. Harðardóttir Samfylkingu, Ásmundur Friðriksson Sjálfstæðisflokki, Guðmundir Ingi Kristinsson Flokki fólksins, Guðrún Hafsteinsdóttir Sjálfstæðisflokki, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Framsóknarflokki, Halldóra Mogensen Pírati, Jódís Skúladóttir Vinstri grænum og Óli Björn Kárason Sjálfstæðisflokki.

Vegna takmarkana á fundahaldi fastanefnda er ekki unnt að hafa fundinn opinn með hefðbundnum hætti eða taka á móti fjölmiðlum á nefndasviði Alþingis. Því verður fundinum streymt á vef þingsins og er streyminu miðlað hér að neðan.

Uppfært: Fundinum er lokið en upptöku má sjá að neðan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×