„Ég held að Ragnar sé ekki á réttri leið með þessar vangaveltur“ Atli Ísleifsson skrifar 10. janúar 2022 08:18 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ræddi við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Vísir/Vilhelm „Ég held að Ragnar sé ekki á réttri leið með þessar vangaveltur, því miður. Hann hugsar dæmið ekki alveg til enda. Ef við hættum að taka þessi sýni úti í bæ, þá vitum við ekki hver er smitaður og hver ekki. Þá getum við ekki lengur beitt þessari sóttkví og einangrun sem þó er að halda í horfinu og að tempra útbreiðslu smitsins.“ Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í Bítinu á Bylgjunni um hugmyndir sem Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir á Landspítala, velti upp í gær um hvort að fjármunum sem varið er í PCR-próf sé ekki betur varið í að byggja upp Landspítalann. Áætlar Ragnar Freyr að kostnaður sýnatöku sé um fimmtíu til eitt hundrað milljónir króna á degi hverjum. Ragnar Freyr sagði að prófin væru „að mestu leyti tekin á frísku fólki sem hafi litla áhættu á því að veikjast alvarlega, leggjast inn á sjúkrahús eða lenda á gjörgæslu. „Já, en bíddu, það er ekki það sem málið snýst um,“ segir Þórólfur. „Málið snýst um að dreifa smitunum áfram þannig að við fáum miklu útbreiddara smit og fáum þá smit hjá þeim sem þurfa að leggjast inn.“ Er þetta ekki dæmi um það að vísindamenn eru ekkert sammála um hvernig best sé aðgera þetta og engin ein leið sú rétta? „Jú, það eru margar leiðir í þessu en ég held að þetta sé ekki rétt hugsun hjá Ragnari. Ég held að það myndi enda þannig, ef við hættum þessu, þá myndum við fá meiri útbreiðslu í samfélagið, fá miklu fleiri smit og fá miklu fleiri innlagnir. Það eru um 0,5 prósent þeirra sem smitast sem leggjast inn og við myndum bara fá miklu fleiri innlagnir sem spítalinn myndi ekki ráða við. Og ég er ekki viss um að sá peningur myndi duga spítalanum til að eiga við þennan sjúkdóm. Ég held að Ragnar, eins og hann er nú fínn, ég held hafi nú ekki hugsað þetta nógu langt. Og ég heyrði nú í gær að yfirlæknir [Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans] tekur undir með mér í þessu.“ Vonar að Björn Rúnar hafi rétt fyrir sér Þórólfur var einnig spurður um orð Björn Rúnars Lúðvíkssonar, yfirlæknis ónæmisfræðideildar Landspítala, sem sagðist telja að við værum á toppi bylgjunnar núnar og að við ættum eftir að sjá smittölur fara hratt niður næstu tvær vikurnar. „Ég vona að það reynist rétt hjá honum,“ segir Þórólfur. „Það er erfitt að segja. Við erum búin að vera núna með svipaðar tölur í dálítinn tíma og maður gælir við það hugmynd hvort að við séum komin á toppinn í þessu og hvort við förum þá að fara niður. Við fórum aðeins niður um helgina, en það er nú alltaf þannig. Við verðum því að sjá hvað næstu dagar segja. Ef við skoðum spálíkan Háskóla Íslands sem hefur reiknað þetta út, þá reikna þeir með að við verðum áfram með í kringum þúsund tilfelli á dag fram í seinni partinn í janúar. Þannig að menn verði á svipuðum nótum… En Björn Rúnar er bjartsýnn og það er bara fínt.“ Hlusta má á viðtalið við Þórólf í heild sinni í spilaranum að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Tengdar fréttir Spyr hvort vit sé í að framkvæma PCR-próf Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir á Landspítalanum, veltir því fyrir sér hvort fjármunum sem varið er í PCR-próf væri ekki betur varið í að byggja upp Landspítalann. 9. janúar 2022 13:08 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Sjá meira
Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í Bítinu á Bylgjunni um hugmyndir sem Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir á Landspítala, velti upp í gær um hvort að fjármunum sem varið er í PCR-próf sé ekki betur varið í að byggja upp Landspítalann. Áætlar Ragnar Freyr að kostnaður sýnatöku sé um fimmtíu til eitt hundrað milljónir króna á degi hverjum. Ragnar Freyr sagði að prófin væru „að mestu leyti tekin á frísku fólki sem hafi litla áhættu á því að veikjast alvarlega, leggjast inn á sjúkrahús eða lenda á gjörgæslu. „Já, en bíddu, það er ekki það sem málið snýst um,“ segir Þórólfur. „Málið snýst um að dreifa smitunum áfram þannig að við fáum miklu útbreiddara smit og fáum þá smit hjá þeim sem þurfa að leggjast inn.“ Er þetta ekki dæmi um það að vísindamenn eru ekkert sammála um hvernig best sé aðgera þetta og engin ein leið sú rétta? „Jú, það eru margar leiðir í þessu en ég held að þetta sé ekki rétt hugsun hjá Ragnari. Ég held að það myndi enda þannig, ef við hættum þessu, þá myndum við fá meiri útbreiðslu í samfélagið, fá miklu fleiri smit og fá miklu fleiri innlagnir. Það eru um 0,5 prósent þeirra sem smitast sem leggjast inn og við myndum bara fá miklu fleiri innlagnir sem spítalinn myndi ekki ráða við. Og ég er ekki viss um að sá peningur myndi duga spítalanum til að eiga við þennan sjúkdóm. Ég held að Ragnar, eins og hann er nú fínn, ég held hafi nú ekki hugsað þetta nógu langt. Og ég heyrði nú í gær að yfirlæknir [Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans] tekur undir með mér í þessu.“ Vonar að Björn Rúnar hafi rétt fyrir sér Þórólfur var einnig spurður um orð Björn Rúnars Lúðvíkssonar, yfirlæknis ónæmisfræðideildar Landspítala, sem sagðist telja að við værum á toppi bylgjunnar núnar og að við ættum eftir að sjá smittölur fara hratt niður næstu tvær vikurnar. „Ég vona að það reynist rétt hjá honum,“ segir Þórólfur. „Það er erfitt að segja. Við erum búin að vera núna með svipaðar tölur í dálítinn tíma og maður gælir við það hugmynd hvort að við séum komin á toppinn í þessu og hvort við förum þá að fara niður. Við fórum aðeins niður um helgina, en það er nú alltaf þannig. Við verðum því að sjá hvað næstu dagar segja. Ef við skoðum spálíkan Háskóla Íslands sem hefur reiknað þetta út, þá reikna þeir með að við verðum áfram með í kringum þúsund tilfelli á dag fram í seinni partinn í janúar. Þannig að menn verði á svipuðum nótum… En Björn Rúnar er bjartsýnn og það er bara fínt.“ Hlusta má á viðtalið við Þórólf í heild sinni í spilaranum að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Tengdar fréttir Spyr hvort vit sé í að framkvæma PCR-próf Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir á Landspítalanum, veltir því fyrir sér hvort fjármunum sem varið er í PCR-próf væri ekki betur varið í að byggja upp Landspítalann. 9. janúar 2022 13:08 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Sjá meira
Spyr hvort vit sé í að framkvæma PCR-próf Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir á Landspítalanum, veltir því fyrir sér hvort fjármunum sem varið er í PCR-próf væri ekki betur varið í að byggja upp Landspítalann. 9. janúar 2022 13:08