„Því meiri samgangur, því meiri útbreiðsla“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. janúar 2022 12:12 Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra væntir þess að fá minnisblað frá sóttvarnalækni um næstu aðgerðir innanlands seinni partinn í dag eða á morgun. Hann segir ljóst að farið sé að hrikta í stoðum og starfsemi samfélagsins og að aukinn samgangur auki líkur á enn frekari útbreiðslu Núgildandi aðgerðir falla úr gildi á miðvikudag en þær kveða meðal annars á um tuttugu manna samkomutakmarkanir. Þær tóku gildi á Þorláksmessu en engu að síður hefur útbreiðsla kórónuveirunnar aldrei verið meiri en nú eru um tuttugu þúsund manns í einangrun eða sóttkví. 915 greindust með Covid19 innanlands í gær og 198 á landamærunum. Tveir létust af völdum Covid19 í gær. „Þegar við erum komin með hátt í 20 þúsund manns þá fer að hrikta í stoðum og starfsemi í víða í samfélaginu. Þannig að þetta er svolítið farið að bíta í skottið á sér. Við héldum nokkra samráðsfundi með ráðherrum og fólki víða að, meðal annars úr atvinnulífinu, og það varð eitthvað að gera,“ sagði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra í Sprengisandi í morgun. Willum vísaði þar til breytinga sem gerðar voru í vikunni; styttingu á sóttkví og að heimila fólki að útskrifa sig sjálft úr einangrun. Ljóst sé þó að takmarkanir í samfélaginu séu nauðsynlegar. „Því meiri samgangur, því meiri útbreiðsla. Og þá fyllast þessi helstu tæki okkar. Nú er bara staðan þessi og þá reynum við að bregðast við, en með mati okkar bestu sérfræðinga sem við höfum þegið ráð frá allan tímann og góð ráð.“ Minnisblaðið fer fyrir ríkisstjórn á þriðjudag en Willum telur ástæðu til að fela þinginu aukið hlutverk í þessum efnum. „Við höfum ekki farið með þetta í þingið nema í sérstakri umræðu og skýrslugjöf en ég held að fram veginn hljótum við að horfa til þess að þingið fái aukið hlutverk og vægi í þessa umræðu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Núgildandi aðgerðir falla úr gildi á miðvikudag en þær kveða meðal annars á um tuttugu manna samkomutakmarkanir. Þær tóku gildi á Þorláksmessu en engu að síður hefur útbreiðsla kórónuveirunnar aldrei verið meiri en nú eru um tuttugu þúsund manns í einangrun eða sóttkví. 915 greindust með Covid19 innanlands í gær og 198 á landamærunum. Tveir létust af völdum Covid19 í gær. „Þegar við erum komin með hátt í 20 þúsund manns þá fer að hrikta í stoðum og starfsemi í víða í samfélaginu. Þannig að þetta er svolítið farið að bíta í skottið á sér. Við héldum nokkra samráðsfundi með ráðherrum og fólki víða að, meðal annars úr atvinnulífinu, og það varð eitthvað að gera,“ sagði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra í Sprengisandi í morgun. Willum vísaði þar til breytinga sem gerðar voru í vikunni; styttingu á sóttkví og að heimila fólki að útskrifa sig sjálft úr einangrun. Ljóst sé þó að takmarkanir í samfélaginu séu nauðsynlegar. „Því meiri samgangur, því meiri útbreiðsla. Og þá fyllast þessi helstu tæki okkar. Nú er bara staðan þessi og þá reynum við að bregðast við, en með mati okkar bestu sérfræðinga sem við höfum þegið ráð frá allan tímann og góð ráð.“ Minnisblaðið fer fyrir ríkisstjórn á þriðjudag en Willum telur ástæðu til að fela þinginu aukið hlutverk í þessum efnum. „Við höfum ekki farið með þetta í þingið nema í sérstakri umræðu og skýrslugjöf en ég held að fram veginn hljótum við að horfa til þess að þingið fái aukið hlutverk og vægi í þessa umræðu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira