Innlent

Sprengi­­­sandur: Heil­brigðis­ráð­herra, MeT­oo, við­horfs­rann­­­sóknir og for­seta­skiptin í Banda­ríkjunum

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Vísir

Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og hér á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni.

Í þætti dagsins mætir Þóra Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri könnunarfyrirtækisins Maskínu, en hún hefur kannað hug þjóðarinnar til ólíklegustu mála í áratugi. Þau Kristján ætla meðal annars að fjalla um það hvernig nútímamiðlun hrærir upp viðurkenndum viðhorfsrannsóknum.

Heilbrigðisráðherra mætir næstur til leiks en Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra ætlar að ræða um sóttkví og smitgát, bólusetningar og frelsi fólks til að afþakka þær fyrir sig og sína.

Bára Huld Beck, blaðakona á Kjarnanum, kemur ásamt Bryndísi Haraldsdóttur og Andrési Inga Jónssyni alþingismönnum. Þau ætla að skiptast á skoðunum um mál vikunnar; MeToo byltinguna og flótta forkólfa úr viðskiptalífinu.

Undir lok þáttar mætir Karl Th. Birgisson blaðamaður en þeir Kristján ræða líkurnar á vopnuðum átökum í Bandaríkjunum og hugsanleg afskipti hersins af forsetaskiptum sem voru yfirvofandi fyrir ári síðan. Æstur múgur réðst inn í þinghúsið í Washington þann 6. janúar í fyrra og kom öllu í uppnám. En hvers konar atburður var þetta og hvaða merkingu hefur hann?

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×