Innlent

Ruddist inn í íbúð eldri konu

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Nóg var að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt.
Nóg var að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm

Maður í mjög annarlegu ástandi ruddist inn í íbúð hjá aldraðri konu í Hlíðunum í Reykjavík í gærkvöldi. Lögregla var kölluð til og maðurinn var handtekinn á staðnum. 

Mikið var um hávaðakvartanir til lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í gær en lögregla fór í alls átján útköll vegna hávaðakvartana.

Þá var tilkynnt um innbrot í geymslur í fjölbýlishúsi í Vesturbæ og annar var handtekinn í Hlíðunum, grunaður um eignaspjöll.

Tíu ökumenn voru stöðvaðir vegna aksturs undir áhrifum áfengis og/eða vímuefna í gærkvöldi og í nótt. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.