Fótbolti

Bestu þjálfarar heims tilnefndir

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Pep Guardiola og Thomas Tuchel eru báðir tilnefndir.
Pep Guardiola og Thomas Tuchel eru báðir tilnefndir. Pierre-Philippe Marcou - Pool/Getty Images

FIFA, alþjóða knattspyrnusambandið, hefur tilkynnt hvaða sex þjálfarar koma til greina í valinu á bestu þjálfurum ársins árið 2021. Verðlaunin eru veitt í karla- og kvennaflokki.

FIFA heldur árlega verðlaunahátíð undir yfirskriftinni Þau bestu, eða The Best, og verðlaunað þar þau bestu í heimi knattspyrnunnar.

Að þessu sinni koma þeir Thomas Tuchel (Chelsea), Pep Guardiola (Manchester City) og Roberto Mancini (Ítalía) til greina sem þjálfari ársins í karlaflokki.

Í kvennaflokki eru það þau Lluís Cortés (Barcelona), Emma Hayes (Chelsea) og Sarina Wiegman (Holland og England) sem eru tilnefnd.

Í fyrra var það Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool sem hreppti verðlaunin í karlaflokki og Sarina Wiegman í kvennaflokki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×