Milos sagður „andlit egóismans“ og byrja í mikilli brekku Sindri Sverrisson skrifar 7. janúar 2022 14:01 Milos Milojevic er mættur í brúna hjá besta liði Malmö, með tilheyrandi pressu. Malmö FF Ráðning meistaraliðs Malmö á Milos Milojevic virðist koma sænskum fjölmiðlamönnum mjög á óvart. Einn þeirra segir hann „andlit egóismans“. Milos stýrði Víkingi R. og Breiðabliki hér á landi eftir að hafa spilað sem leikmaður með Hamri, Ægi og Víkingi. Hann fór frá Íslandi til að þjálfa hjá Mjällby í Svíþjóð árið 2018, og var svo aðstoðarþjálfari Rauðu stjörnunnar í Serbíu árin 2019-2021. Nú síðast stýrði hann Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni í hálft ár, en félagið rifti samningi við Milos eftir að hann hafði átt í viðræðum við Rosenborg í Noregi um að taka við liðinu. Nú hefur Milos tekið við sigursælasta liði Svíþjóðar, sem varð meistari undir stjórn Jon Dahl Tomasson seint á síðasta ári. „Stuðningsmenn telja að þetta sé þreytuleg ráðning,“ segir Johan Dolck Wall, sérfræðingur Expressen. Robert Laul, blaðamaður Göteborgs-Posten, vísar í fíaskóið varðandi viðskilnað Milosar við Hammarby og skrifar: „Þjálfarinn sem nýverið varð andlit egóismans tekur við Malmö. Kannski reynist það góð ráðning. Þjálfarar eru sjaldnast lengi hjá Malmö, af ólíkum ástæðum. Kannski aðallega vegna þess að það eru peningar sem skapa árangurinn en ekki einstaka þjálfarar.“ Tränaren som nyligen gav egoismen ett ansikte tar över Malmö FF. Kanske är en bra matchning, tränare blir sällan långvariga i MFF, av olika anledningar. Kanske främst för att det är pengar som skapar framgången mer än enskilda tränare. https://t.co/E5D5UH31oH— Robert Laul (@RobbieLauler) January 7, 2022 Erik Edman, fyrrverandi landsliðsmaður Svíþjóðar, tekur undir með Wall varðandi það að stuðningsmenn muni hafa sínar efasemdir varðandi Milos til að byrja með: „Þetta kemur svo sannarlega verulega á óvart. Ég held að öllum finnist það. Ég hélt að þetta væri kannski búið spil hjá honum í Svíþjóð, að minnsta kosti hjá stóru félögunum, eftir þessa ferð þarna til Þrándheims [í viðræður við Rosenborg],“ sagði Edman við Fotbollskanalen. Hann telur ráðninguna þannig koma á erfiðum tímapunkti. „Hann byrjar í brekku hjá stuðningsmönnunum í ljósi þess að hann var hjá Hammarby fyrri skömmu og að viðskilnaðurinn var ekki svo fagur. Hann þarf að vinna sig upp hjá stuðningsmönnum Malmö. Hann þarf að vinna strax og helst sænska bikarinn. Malmö, sem félag, hefur ekki fylgt neinni ákveðinni stefnu varðandi spilamennsku. Það lítur svolítið þannig út að það eina sem skiptir máli sé að vinna,“ sagði Edman. Sænski boltinn Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira
Milos stýrði Víkingi R. og Breiðabliki hér á landi eftir að hafa spilað sem leikmaður með Hamri, Ægi og Víkingi. Hann fór frá Íslandi til að þjálfa hjá Mjällby í Svíþjóð árið 2018, og var svo aðstoðarþjálfari Rauðu stjörnunnar í Serbíu árin 2019-2021. Nú síðast stýrði hann Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni í hálft ár, en félagið rifti samningi við Milos eftir að hann hafði átt í viðræðum við Rosenborg í Noregi um að taka við liðinu. Nú hefur Milos tekið við sigursælasta liði Svíþjóðar, sem varð meistari undir stjórn Jon Dahl Tomasson seint á síðasta ári. „Stuðningsmenn telja að þetta sé þreytuleg ráðning,“ segir Johan Dolck Wall, sérfræðingur Expressen. Robert Laul, blaðamaður Göteborgs-Posten, vísar í fíaskóið varðandi viðskilnað Milosar við Hammarby og skrifar: „Þjálfarinn sem nýverið varð andlit egóismans tekur við Malmö. Kannski reynist það góð ráðning. Þjálfarar eru sjaldnast lengi hjá Malmö, af ólíkum ástæðum. Kannski aðallega vegna þess að það eru peningar sem skapa árangurinn en ekki einstaka þjálfarar.“ Tränaren som nyligen gav egoismen ett ansikte tar över Malmö FF. Kanske är en bra matchning, tränare blir sällan långvariga i MFF, av olika anledningar. Kanske främst för att det är pengar som skapar framgången mer än enskilda tränare. https://t.co/E5D5UH31oH— Robert Laul (@RobbieLauler) January 7, 2022 Erik Edman, fyrrverandi landsliðsmaður Svíþjóðar, tekur undir með Wall varðandi það að stuðningsmenn muni hafa sínar efasemdir varðandi Milos til að byrja með: „Þetta kemur svo sannarlega verulega á óvart. Ég held að öllum finnist það. Ég hélt að þetta væri kannski búið spil hjá honum í Svíþjóð, að minnsta kosti hjá stóru félögunum, eftir þessa ferð þarna til Þrándheims [í viðræður við Rosenborg],“ sagði Edman við Fotbollskanalen. Hann telur ráðninguna þannig koma á erfiðum tímapunkti. „Hann byrjar í brekku hjá stuðningsmönnunum í ljósi þess að hann var hjá Hammarby fyrri skömmu og að viðskilnaðurinn var ekki svo fagur. Hann þarf að vinna sig upp hjá stuðningsmönnum Malmö. Hann þarf að vinna strax og helst sænska bikarinn. Malmö, sem félag, hefur ekki fylgt neinni ákveðinni stefnu varðandi spilamennsku. Það lítur svolítið þannig út að það eina sem skiptir máli sé að vinna,“ sagði Edman.
Sænski boltinn Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira