Fótbolti

Ást við fyrsta ... rauða spjaldið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Shona Shukrula að störfum sem dómari í Hollandi.
Shona Shukrula að störfum sem dómari í Hollandi. Getty/NESImages

FIFA-dómarinn Shona Shukrula er ástfangin upp fyrir haus og sá heppni er knattspyrnumaður. Fyrstu kynni þeirra voru hins vegar afar óvenjuleg.

Sumir kynnast ástinni út á lífinu, gegnum vini eða í gegnum eitthvað smáforritið. Sumir kynnast henni aftur á móti inn á fótboltavellinum.

Jeff Hardeveld var búinn að spila nokkur tímabil í efstu deildinni í Hollandi en ákvað að segja þetta gott og skipta yfir í FC Emmen í neðri deildunum í sumar.

Tíminn hjá FC Emmen byrjaði samt ekkert alltof vel því kappinn fékk rauða spjaldið strax í öðrum leik sínum.

Þetta rauða spjald átti eftir að breyta miklu fyrir hann utan vallar. Fjórði dómari leiksins var nefnilega fyrrnefnd Shona Shukrula.

Á leiðinni til búningsklefans eftir rauða spjaldið rakst öskureiður Jeff Hardeveld á Shonu Shukrula og líf þeirra beggja breyttist.

Nú hafa þau tilkynnt á samfélagsmiðlum að þau séu par og birtu bæði myndir af sér kyssast í paraferð til Rómar.

Shona Shukrula er FIFA-dómari frá árinu 2017 og hefur dæmt bæði í undankeppni HM og í Meistaradeild kvenna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×