Fullbólusettur einstaklingur með ómíkron á gjörgæslu Fanndís Birna Logadóttir skrifar 6. janúar 2022 13:51 Frá Landspítalanum. Vísir/Einar Fullbólusettur einstaklingur sem greindist smitaður af ómíkron afbrigði kórónuveirunnar er meðal þeirra sjö einstaklinga sem liggja nú á gjörgæslu með Covid-19 samkvæmt upplýsingum frá Landspítala. Eins og staðan er í dag eru 32 inniliggjandi á Landspítala með Covid-19, 28 eru með virkt smit í einangrun á meðan fjórir eru lausir úr einangrun en teljast ekki útskriftarhæfir. Sautján eru bólusettir en fimmtán óbólusettir. Sjö eru á gjörgæslu, þar af sex í öndunarvél. Fimm af sjö á gjörgæslu eru óbólusettir. Níu sjúklingar eru með ómíkron afbrigði veirunnar og sautján eru með delta en upplýsingar um veiruafbrigði vantar hjá sex sjúklingum. Að minnsta kosti einn sjúklingur sem nú er á gjörgæslu er með ómíkron. 8.726 sjúklingar eru nú í Covid-göngudeild spítalans, og þar af 2.050 börn. Þrír eru flokkaðir sem „rauðir“ þar sem innlögn þykir líkleg og svo eru 183 flokkaðir sem „gulir“ þar sem innlögn þykir möguleg. Aðrir eru einkennalitlir, einkennalausir eða bíða mats. Alls greindust 1063 smitaðir af veirunni í gær en um það bil 90 prósent þeirra sem eru að greinast þessa dagana eru með ómíkron afbrigði veirunnar. Áfram er þó stöðugur fjöldi að greinast með delta afbrigðið og virðast þeir vera að veikjast frekar. Enn er of snemmt að segja til um hversu stór hluti þeirra sem greinast með ómíkron afbrigðið þurfi á spítalainnlögn að halda en út frá upplýsingum erlendis frá er spáð að um 0,7 prósent þeirra sem greinast þurfi að leggjast inn. Samkvæmt nýjasta spálíkani Landspítala má gera ráð fyrir að innlögnum á gjörgæslu fjölgi á næstu dögum en vonir eru bundnar við að bjartsýnasta spáin gangi eftir. Þannig yrðu níu á gjörgæslu þann 13. janúar en svartsýnustu spár gera ráð fyrir að 23 verða inniliggjandi. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir 1.063 greindust innanlands og metfjöldi á landamærum 1.063 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 44 prósent af sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu og 56 prósent utan sóttkvíar. 6. janúar 2022 10:54 32 sjúklingar nú á Landspítala með Covid-19 32 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19 og fjölgar þeim um tvo milli daga. 6. janúar 2022 10:02 WHO segir frekari gögn benda til vægari einkenna ómíkron Frekari gögn benda nú til að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar hafi fremur áhrif á efri hluta öndunarvegarins og valdi vægari einkennum en fyrri afbrigði veirunnar. 4. janúar 2022 16:45 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Eins og staðan er í dag eru 32 inniliggjandi á Landspítala með Covid-19, 28 eru með virkt smit í einangrun á meðan fjórir eru lausir úr einangrun en teljast ekki útskriftarhæfir. Sautján eru bólusettir en fimmtán óbólusettir. Sjö eru á gjörgæslu, þar af sex í öndunarvél. Fimm af sjö á gjörgæslu eru óbólusettir. Níu sjúklingar eru með ómíkron afbrigði veirunnar og sautján eru með delta en upplýsingar um veiruafbrigði vantar hjá sex sjúklingum. Að minnsta kosti einn sjúklingur sem nú er á gjörgæslu er með ómíkron. 8.726 sjúklingar eru nú í Covid-göngudeild spítalans, og þar af 2.050 börn. Þrír eru flokkaðir sem „rauðir“ þar sem innlögn þykir líkleg og svo eru 183 flokkaðir sem „gulir“ þar sem innlögn þykir möguleg. Aðrir eru einkennalitlir, einkennalausir eða bíða mats. Alls greindust 1063 smitaðir af veirunni í gær en um það bil 90 prósent þeirra sem eru að greinast þessa dagana eru með ómíkron afbrigði veirunnar. Áfram er þó stöðugur fjöldi að greinast með delta afbrigðið og virðast þeir vera að veikjast frekar. Enn er of snemmt að segja til um hversu stór hluti þeirra sem greinast með ómíkron afbrigðið þurfi á spítalainnlögn að halda en út frá upplýsingum erlendis frá er spáð að um 0,7 prósent þeirra sem greinast þurfi að leggjast inn. Samkvæmt nýjasta spálíkani Landspítala má gera ráð fyrir að innlögnum á gjörgæslu fjölgi á næstu dögum en vonir eru bundnar við að bjartsýnasta spáin gangi eftir. Þannig yrðu níu á gjörgæslu þann 13. janúar en svartsýnustu spár gera ráð fyrir að 23 verða inniliggjandi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir 1.063 greindust innanlands og metfjöldi á landamærum 1.063 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 44 prósent af sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu og 56 prósent utan sóttkvíar. 6. janúar 2022 10:54 32 sjúklingar nú á Landspítala með Covid-19 32 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19 og fjölgar þeim um tvo milli daga. 6. janúar 2022 10:02 WHO segir frekari gögn benda til vægari einkenna ómíkron Frekari gögn benda nú til að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar hafi fremur áhrif á efri hluta öndunarvegarins og valdi vægari einkennum en fyrri afbrigði veirunnar. 4. janúar 2022 16:45 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
1.063 greindust innanlands og metfjöldi á landamærum 1.063 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 44 prósent af sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu og 56 prósent utan sóttkvíar. 6. janúar 2022 10:54
32 sjúklingar nú á Landspítala með Covid-19 32 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19 og fjölgar þeim um tvo milli daga. 6. janúar 2022 10:02
WHO segir frekari gögn benda til vægari einkenna ómíkron Frekari gögn benda nú til að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar hafi fremur áhrif á efri hluta öndunarvegarins og valdi vægari einkennum en fyrri afbrigði veirunnar. 4. janúar 2022 16:45