Innlent

32 sjúk­lingar nú á Land­spítala með Co­vid-19

Atli Ísleifsson skrifar
8.726 sjúklingar eru nú í Covid-göngudeild spítalans.
8.726 sjúklingar eru nú í Covid-göngudeild spítalans. Vísir/Vilhelm

32 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19 og fjölgar þeim um tvo milli daga.

Á vef Landspítalans segir að sjö séu nú á gjörgæslu og eru sex þeirra í öndunarvél. Í gær voru átta á gjörgæslu og fimm í öndunarvél.

Af þeim sjö sem nú eru á gjörgæslu teljast fimm óbólusettir og tveir bólusettir.

Af þeim 32 sem liggja á Landspítala með Covid-19 eru níu er með ómíkronafbrigðið, sautján með deltaafbrigðið en upplýsingar vantar hjá sex nýgreindum.

8.726 sjúklingar eru nú í Covid-göngudeild spítalans, og þar af 2.050 börn. Í gær voru þar 8.511 sjúklingar og þar af 1.961 barn. Þrír eru flokkaðir sem „rauðir“ þar sem innlögn þykir líkleg og svo eru 183 flokkaðir sem „gulir“ þar sem innlögn þykir möguleg. Aðrir eru einkennalitlir, einkennalausir eða bíða mats.

207 starfsmenn Landspítala eru nú í einangrun, sami fjöldi og í gær.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×