Lífið

Gaf öllum börnunum rafbíl í jólagjöf

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Skjáskot af jólakorti Kardashian fjölskyldunnar í ár. Kourtney og hennar börn voru ekki með í myndatökunni í ár.
Skjáskot af jólakorti Kardashian fjölskyldunnar í ár. Kourtney og hennar börn voru ekki með í myndatökunni í ár. Skjáskot/Instagram

Kris Kardashian, móðir og umboðsmaður Kardashian og Jenner systkinanna, gaf einstaklega veglegar jólagjafir í ár.

Kim Kardashian sýndi frá því á Instagram í gær að systkinin hefðu öll fengið rafbíl jólagjöf frá mömmu. Bílarnir eru samkvæmt People að tegundinni MOKE. 

Bílarnir voru í öllum regnbogans litum, þar á meðal bleikum, gulum, hvítum og appelsínugulum. Fjölskyldan býr í sólríku Los Angeles og stutt frá hvert öðru svo bílarnir munu væntanlega koma vel að notum í heimsóknir með umhverfisvænni hætti.  Kardashian fjölskyldan á mjög stóran bílaflota af jeppum og sportbílum.

Skjáskot af jólagjöfunum.Instagram/Kim Kardashian
Nokkrir rafbílanna.Instagram/Kim Kardashian

Tengdar fréttir

Segir sam­band Kim Kar­dashian og Pete David­son loksins opin­bert

„Þetta er orðið opinbert. Ég er búin að vera lengi að sætta mig við þetta, en þetta er bara svona. Þau eru saman,“ segir Hollywood-spekingurinn Birta Líf Ólafsdóttir um sambandið sem allra augu hafa verið á síðustu mánuði, þeirra Kim Kardashian og Pete Davidson.

Thomp­son sagður hafa eignast barn í lausa­leik

Hin 31 árs gamla Maralee Nichols eignaðist barn á dögunum og segir hún körfuboltaleikmanninn Tristan Thompson vera faðir barnsins. Thompson hefur viðurkennt að hann hafi sofið hjá Nichols en hann var aftur á móti í sambandi með Khloé Kardashian þegar barnið kom undir.

Tólf á­kærðir vegna Kar­dashian ránsins í París

Tólf hafa verið ákærðir vegna ráns sem framið var í íbúð raunveruleikastjörnunnar Kim Kardashian í París árið 2016. Rannsókn málsins hefur tekið rúmlega fimm ár en yfirvöld í Frakklandi gefa ekki upp hvenær til standi að taka málið til meðferðar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.