Innlent

Ekkert útkall enn sem komið er

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Kvöldið hefur verið með rólegasta móti hjá björgunarsveitum.
Kvöldið hefur verið með rólegasta móti hjá björgunarsveitum. Vísir/Vilhelm

Ekkert útkall hefur borist björgunarsveitum í dag eða kvöld í tengslum við óveður sem gengur nú yfir Suðvesturland og Vesturland.

Appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi á nær öllu Vesturlandi og á Suðvesturhorni landsins. Þær taka gildi í kvöld og gilda fram til klukkan sex í fyrramálið.

Nokkuð djúp lægð er fyrir vestan landið og það sem helst er óttast við lægðina er kröftugur öldugangur sem hún skapar. Reikna má með að Vestmannaeyjar, Grindavík og Suðurnesjabær verði helst fyrir barðinu á lægðinni. Áhrifa lægðarinnar gætir þó einnig í Reykjavík og nærliggjandi sveitarfélögum, eins og höfuðborgarbúar finna væntanlega vel fyrir þessa stundina.

Kvöldið hefur þó verið rólegt hjá björgunarsveitum enn sem komið er að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, engin útköll borist. Björgunarsveitir eru þó reiðubúnar ef kallið kemur en reiknað er með að veðrið nái hámarki um miðnætti og í nótt.

Að sögn Davíðs er enginn sérstakur viðbúnaður hjá björgunarsveitum umfram það að liðsmenn þeirra voru upplýstir um lægðina sem gengur yfir landið í kvöld og nótt og að sá möguleiki væri fyrir hendi að nauðsynlegt yrði að kalla út björgunarsveitir vegna veðurofsans.


Tengdar fréttir

Dagarnir lengjast og válynd veður

Janúar getur verið mörgum þungbær, ekki síst þegar veðurguðirnir berja á allt og alla, líkt og raunin er í kvöld. Mánuðurinn bíður þó upp á þá vonarglætu að dagsljósið hefur smám saman betur gegn myrkrinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×