Forstjóri Lyfjastofnunar kannast ekki við hjartalyf í bóluefnum barna Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 5. janúar 2022 23:13 Rúna Hvannberg forstjóri Lyfjastofnunar. Stöð 2 Forstjóri Lyfjastofnunar segir að ekkert „hjartalyf“ sé í bóluefnum sem börn fái við kórónuveirunni, en þar sé hins vegar ákveðið hjálparefni, sem á að auka geymslutíma bóluefnisins. Til stendur að hefja bólusetningar fyrir börn á aldrinum fimm til ellefu ára í næstu viku. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, vísar vangaveltum um aukaefni í bóluefnum barna á bug. „Þetta er ekki hjartalyf, þetta er hjálparefni til að stýra sýrustigi. Þetta er algengt hjálparefni. Þetta er meðal annars í Moderna bóluefninu og gerir það að verkum að það er hægt að geyma lyfið lengur í kæli eftir blöndun og verður líka í fullorðnisbóluefninu frá Pfizer sem kemur núna fljótlega,“ segir Rúna í samtali við fréttastofu. Rúna telur að aukaverkanir, sem börn munu koma til með að finna fyrir verði bara „þessar klassísku,“ sem bólusettir kannist almennt við: „Verkur á stungustað, kuldahrollur, þreyta, höfuðverkur og eitthvað í þá áttina.“ Hún telur að aukaverkanir séu ekki algengari hjá börnum en verði líklega sambærilegar þeim aukaverkunum sem ungmenni, tólf til sextán ára, fundu fyrir þegar sá hópur var bólusettur. Bandaríkin eru náttúrulega stærst, þar hafa verið flestir bólusettir í þessum hópi, það eru um sjö milljónir. Þar hafa verið tilkynntar 3.000 aukaverkanir, 97 prósent af þeim eru almennar. Þeir hafa fengið átta tilkynningar um hjartabólgur sem er náttúrulega alvarleg aukaverkun svo það er kannski það sem einna helst stendur upp úr,“ segir Rúna. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Tengdar fréttir Hvetur foreldra til að mæta með börnin í Laugardalshöllina Bólusetningar barna á aldrinum 5-11 ára gegn kórónuveirunni verða í Laugardalshöll en ekki skólum líkt og til stóð. Þegar hafa 250 börn verið bólusett á þessum aldri. Nú eru 17.200 manns í einangrun eða sóttkví með eða næstum því fimm prósent landsmanna. 5. janúar 2022 18:30 Þórólfur gefur grænt ljós á bólusetningu barna fimm til ellefu ára Sóttvarnalæknir hefur gefið grænt ljós á bólusetningar barna á aldrinum fimm til ellefu ára og stendur til að hópurinn verði bólusettur eftir áramót. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að um sé að ræða stórt verkefni. 13. desember 2021 13:44 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, vísar vangaveltum um aukaefni í bóluefnum barna á bug. „Þetta er ekki hjartalyf, þetta er hjálparefni til að stýra sýrustigi. Þetta er algengt hjálparefni. Þetta er meðal annars í Moderna bóluefninu og gerir það að verkum að það er hægt að geyma lyfið lengur í kæli eftir blöndun og verður líka í fullorðnisbóluefninu frá Pfizer sem kemur núna fljótlega,“ segir Rúna í samtali við fréttastofu. Rúna telur að aukaverkanir, sem börn munu koma til með að finna fyrir verði bara „þessar klassísku,“ sem bólusettir kannist almennt við: „Verkur á stungustað, kuldahrollur, þreyta, höfuðverkur og eitthvað í þá áttina.“ Hún telur að aukaverkanir séu ekki algengari hjá börnum en verði líklega sambærilegar þeim aukaverkunum sem ungmenni, tólf til sextán ára, fundu fyrir þegar sá hópur var bólusettur. Bandaríkin eru náttúrulega stærst, þar hafa verið flestir bólusettir í þessum hópi, það eru um sjö milljónir. Þar hafa verið tilkynntar 3.000 aukaverkanir, 97 prósent af þeim eru almennar. Þeir hafa fengið átta tilkynningar um hjartabólgur sem er náttúrulega alvarleg aukaverkun svo það er kannski það sem einna helst stendur upp úr,“ segir Rúna.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Tengdar fréttir Hvetur foreldra til að mæta með börnin í Laugardalshöllina Bólusetningar barna á aldrinum 5-11 ára gegn kórónuveirunni verða í Laugardalshöll en ekki skólum líkt og til stóð. Þegar hafa 250 börn verið bólusett á þessum aldri. Nú eru 17.200 manns í einangrun eða sóttkví með eða næstum því fimm prósent landsmanna. 5. janúar 2022 18:30 Þórólfur gefur grænt ljós á bólusetningu barna fimm til ellefu ára Sóttvarnalæknir hefur gefið grænt ljós á bólusetningar barna á aldrinum fimm til ellefu ára og stendur til að hópurinn verði bólusettur eftir áramót. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að um sé að ræða stórt verkefni. 13. desember 2021 13:44 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Hvetur foreldra til að mæta með börnin í Laugardalshöllina Bólusetningar barna á aldrinum 5-11 ára gegn kórónuveirunni verða í Laugardalshöll en ekki skólum líkt og til stóð. Þegar hafa 250 börn verið bólusett á þessum aldri. Nú eru 17.200 manns í einangrun eða sóttkví með eða næstum því fimm prósent landsmanna. 5. janúar 2022 18:30
Þórólfur gefur grænt ljós á bólusetningu barna fimm til ellefu ára Sóttvarnalæknir hefur gefið grænt ljós á bólusetningar barna á aldrinum fimm til ellefu ára og stendur til að hópurinn verði bólusettur eftir áramót. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að um sé að ræða stórt verkefni. 13. desember 2021 13:44