Fótbolti

Vara­mennirnir skutu Real á­fram

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Real Madríd er komið áfram í spænska bikarnum.
Real Madríd er komið áfram í spænska bikarnum. Jose Hernandez/Getty Images

Real Madríd fór áfram í spænska konungsbikarnum í knattspyrnu þökk sé 3-1 útisigri á þriðju deildar liði CD Alcoyano í kvöld. 

Real stillti upp einkar sterku byrjunarliði í kvöld en það tók gestina samt sem áður 39 mínútur að komast yfir. Þar var að verki miðvörðurinn Éder Militão og staðan 1-0 Real í vil er flautað var til loka fyrri hálfleiks.

Gestunum gekk illa að ganga frá leiknum og eftir þrefalda skiptingu komust heimamenn inn í leikinn á nýjan leik. Á 66. mínútu jafnaði Dani Vega metin og Real komið með bakið uppvið vegg.

Tíu mínútum síðar tókst varamanninum Marco Asensio að koma Real yfir á nýjan leik. Aðeins tveimur mínútum síðar varð Jose Juan fyrir því óláni að skora sjálfsmark og staðan orðin 3-1 Real í vil.

Reyndust það lokatölur leiksins og Real Madríd komið áfram í spænska konungsbikarnum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×